Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4628 svör fundust
Er hægt að "borða" með einhverju öðru en munninum?
Svarið við þessu ræðst af því hvaða merkingu menn leggja í sögnina að borða. Næringarefni geta vissulega borist inn í líkamann eftir öðrum leiðum. Það er til dæmis alþekkt að fólki sé gefin næring í æð: nokkurs konar nál sé stungið í eina af stærri æðum líkamans, tengd við hana slanga og vökva með næringarefnum dæ...
Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini. Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í bl...
Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?
Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...
Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?
Stærsta núlifandi landdýrið er afríkufíllinn (Loxodonta africana). Karlfílar geta vegið á bilinu 5,8-6,5 tonn og hæstu tarfarnir ná um 4,5 metra hæð á herðakamb. Afríkufílar lifa aðallega í suður- og austurhluta Afríku. Nokkuð hefur fækkað í hópnum líkt og hjá asíska fílnum, aðallega vegna veiðiþjófnaðar en ein...
Hvað er snefilspíra?
Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningarAð eiga ekki snefilspíru = vera skítblankurSnefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur...
Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?
Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona: Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt? Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt? Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar? Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa ...
Hvað er landafræði?
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðl...
Hvaðan er það komið að kalla stelpur 'fröken fix'?
Lýsingarorðið fix ‘fimur, laginn’ er tökuorð úr dönsku fiks ‘duglegur, flinkur, fljótur’ og þekkist í þessari merkingu frá því á 18. öld. Um miðja síðustu öld og lengur var gjarnan talað um að flík, til dæmis kjóll eða blússa, væri fix og að einhver, langoftast kona væri fix eða fix í sér: ,,Hún er alltaf svo fix,...
Hvað eru blóðdemantar?
Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar. Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Or...
Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?
Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...
Hvað er hraun og hvað er kvika?
Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...
Af hverju voru vistarverur manna kallaðar baðstofur?
Upphafleg spurning hljóðaði svona: Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu. Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rek...
Hvaðan koma orðin amma og afi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan koma orðin AMMA og AFI? Hafa þau einhverja þýðingu aðra en þá, sem almennt er þekkt? Orðin amma 'föður- eða móðurmóðir' og afi 'föður- eða móðurmóðir' eru afar gömul og þekkjast í mörgum indóevrópskum málum þótt merkingin sé ekki alltaf hin sama. Í fornháþýsku merkti amm...
Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)? Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram: Gjaldeyrir kemur inn í landi...
Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?
Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598. Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni ...