Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig barst þekking um stærðfræði á milli menningarþjóða á miðöldum og hver var þáttur Araba í því?
Saga menningar og lista er oft talin skiptast í skeið. Á blómaskeiðum verða framfarir og nýir angar spretta upp. Síðan verður stöðnun. Ekki verður komist lengra við þær aðstæður sem viðfangsefnunum eru skapaðar. Hnignun getur orðið ef ráðist er að grunnstoðum samfélagsins, Blómaskeið grískrar menningar á sviði ...
Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?
Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...
Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?
Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...
Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...
Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...
Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.
Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna. Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í ...
Ef fluga er á mælaborði flugvélar og flýgur svo á loft, léttist flugvélin þá sem nemur þyngd flugunnar?
Svarið er nei, miðað við þann útbúnað á flugvélum sem algengastur er. Kraftarnir upp á við sem halda flugunni á flugi inni í flugvélinni koma frá henni og gagntakskraftar þeirra verka á flugvélarskrokkinn niður á við þannig að mæld þyngd flugvélarinnar sem heildar breytist ekki.Í kennslubókum er oft sagt frá vörub...
Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....
Hvers vegna hafa Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldarinnar?
Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir“ á hann áreiðanlega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver ...
Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?
Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...
Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?
Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni...
Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?
Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig ...
Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?
Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...
Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?
Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum. Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á...
Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?
Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...