Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1950 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?

Tveir firðir með þessu nafni eru á landinu, annar á Austfjörðum og hinn á Vestfjörðum. Heiti þeirra eru alveg eins nú en svo hefur ekki alltaf verið. Í Landnámabók er sá eystra skrifaður Seyðarfjörður en sá vestra Seyðisfjörður. Ekki er þó víst að þessi munur sé til marks um mismunandi merkingu eða uppruna. Í ísle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?

ÚF-stuðull eða UV-stuðull er alþjóðlegur mælikvarði á styrk útfjólublárrar geislunar frá sólinni á tilteknum stað á tilteknum degi. Skammstöfunin ÚF stendur fyrir útfjólublátt en enska hugtakið er 'ultra violet', skammstafað UV. Á íslensku eru báðar þessar skammstafanir notaðar og ÚF-stuðull og UV-stuðull er því þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?

Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ljón sér?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir) Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem ...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á engli og erkiengli?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni nashyrninga?

Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...

category-iconHugvísindi

Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?

Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni kattardýra og hvernig er talið að elsta rándýrið líti út?

Í dag eru þekktar 41 tegund kattardýra og telja vísindamenn að þær séu allar komnar af sameiginlegum forföður sem var uppi fyrir rúmum 10 milljón árum síðan. Þessi forfaðir núlifandi kattardýra kom upphaflega frá Asíu og dreifðist þaðan til allra meginlanda nema Ástralíu og Suðurskautslandsins. Nýlegar rannsóknir ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru fordómar?

Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...

Fleiri niðurstöður