Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3187 svör fundust
Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?
Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum. Allar eyjur, þar með talið Ísland, eru land þegar orðið er notað í merkingunni þurrlendi enda er ein skilgreining á eyju „umflotið land“. Þegar orðið land er hi...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?
Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi. Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjend...
Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...
Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni? Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eyk...
Hvers konar eldfjall er Torfajökull?
Torfajökull á sér ekki hliðstæðu meðal eldfjalla á Íslandi. Hann gýs svo til eingöngu ríólíti. Slík eldfjöll eru stundum nefnd ríólít-eldfjöll, og eru sum af stærstu eldfjöllum jarðar af þeirri gerð. Þau hafa sjaldnast miðlægt gígsvæði, en öskjur eru þar og í þeim verða stórgos með löngu (tugþúsunda-hundruðþúsunda...
Hvar á landinu eru flest gjóskulög?
Flest eru gjóskulög í jarðvegi á Suðurlandi, innan Austur-gosbeltis og í nágrenni þess. Austan Mýrdalsjökuls og Kötlu eru allt að 200 gjóskulög í jarðvegi (sjá mynd 1), og þau geta verið 70-75% af heildarþykkt hans. Frá ströndinni sunnan Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls, norður yfir miðhálendið að Svartárvatni og aust...
Í hvaða átt er vestur?
Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...
Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?
Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...
Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?
Mannfræðingar tveir héldu til frumskóga Bakteríu þar sem þeir ætluðu að rannsaka ættbálk sem hafði fram að þessu verið einangraður frá umheiminum. Fólkið í ættbálki þessum var sagt búa yfir einstakri góðmennsku og réttsýni og lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það var einnig þeim eiginleikum búið að geta ...
Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti?
Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn svonefndi sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur. Líkt og við á um stjörnuskoðun er best að fara út fyrir ljósmengað höfuðborgarsvæðið til að njóta norðurljósanna í allri sinni dýrð. Ekki skemmir fyrir ef skjólgott e...
Eru óveður algeng um páska (páskahret)?
Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu. Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er...
Hvernig eru kol til að teikna með búin til?
Kol eru rík af frumefninu kolefni og eru fyrirtakseldsneyti þar sem þau brenna vanalega vel. Hefðbundin kol kallast einnig steinkol eða náttúruleg kol þar sem þau myndast í náttúrunni úr jurtaleifum við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis í mýrum og fenjum. Ummyndun jurtaleifanna í kol tekur milljónir ára og þarfn...
Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuld...
Hvað er siðrof?
Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins. Orðið „siðrof“ er notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ (stundum ritað „anomy“ á ensku) sem er komið af grís...
Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?
Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...