Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2580 svör fundust
Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?
Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...
Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?
Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða flei...
Hver var Saladín Tyrkjasoldán?
Saladín (Selaheddînê Eyûbî eða Salah al-Din Yusuf ibn Ayyub) fæddist árið 1137 eða 1138 í borginni Takrít í Mesópótamíu, en var alinn upp í Aleppó, Ba'lbek og Damaskus. Hans er minnst, bæði af múslímum og kristnum mönnum, sem voldugum og göfugum leiðtoga. Sem ungur maður hafði Saladín mestan áhuga á að gerast ...
Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?
Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna ...
Af hverju vantar nefið á sfinxinn?
Egypski sfinxinn er forn goðsagnavera sem hefur líkama ljóns og mannshaus. Langþekktust er stóra sfinx-styttan sem enn stendur í Giza í Egyptalandi. Styttan er ein stærsta steinstytta í heimi; hún er 57 metra löng, 6 metra breið og 20 metra há. Hausinn er sagður vera gerður eftir mynd egypska faraósins Khaf-Ra. Pí...
Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt. Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eð...
Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?
Allra elstu eldfjöllin á Íslandi eru kulnuð eldfjöll á jöðrum landsins. Á sínum tíma voru þetta virk eldfjöll, en þar sem landið gliðnar á hverju ári um sem nemur um 2 cm hafa fjöllin smám saman færst frá gosbeltinu. Ármann Höskuldsson fjallar um þetta í svari sínu við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Ísl...
Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?
Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...
Hvað er skarlatssótt?
Skarlatssótt er sjúkdómur sem orsakast af keðjukokkabakteríu (Streptococcus) af flokki A. Sú baktería veldur einnig hálsbólgunni sem margir kalla einfaldlega streptókokka. Skarlatssótt er algengust hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri og fylgir stundum áðurnefndri hálsbólgu. Bakterían sem veldur skarlatssótt...
Hvað gerist ef sólin hverfur?
Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, h...
Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?
Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...
Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?
Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...
Hvenær og hvernig verður heimsendir?
Vísindavefnum berast oft spurningar um heimsendi. Nýlega höfðu til að mynda margir áhyggjur af heimsendi sem ætti að verða árið 2012 vegna þess að þá tekur dagatal Maya enda. Ýmsar kenningar eru í gangi um hver konar heimsendir væri þá í vændum og í svari við spurningunni Verður heimsendir árið 2012? segir meðal a...
Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?
Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...
Hvernig myndast svartaraf?
Svartaraf (algengara samheiti: tálgukol (hk), kolið) er mjög hörð tegund af „koli“ sem hægt er að gljáslípa og nota í skartgripi. Það greinist þó frá eiginlegum kolum í því að venjuleg kol eru mynduð undir hita og þrýstingi en svartaraf kalt undir þrýstingi í vatni; mjúkt svartaraf í ferskvatni, hart í saltvatni. ...