Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6211 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?

Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands. Í Morgunblaðinu árið 1942 segir:Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir. Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróð...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?

Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...

category-iconHugvísindi

Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?

Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...

category-iconVeðurfræði

Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?

Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...

category-iconHugvísindi

Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?

Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta pokadýr?

Það er erfitt að gefa tæmandi úttekt á fæðu pokadýra þar sem pokadýr eru nokkuð fjölbreyttur hópur. Hér verður þess vegna fjallað um ættbálka pokadýra og sagt frá helstu einkennum og fæðu dýranna. Ránpokadýr (Dasyuromorphia) Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobiidae), pokaúlfaætt (T...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?

Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?

Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastof...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru fiskar í Tjörninni í Reykjavík?

Hér er einnig svarað spurningunni: Gætuð þið sagt mér frá botnlífi Reykjavíkurtjarnarinnar? Lífríki Reykjavíkurtjarnar hefur tekið ýmsum breytingum í tímans rás. Í upphafi hefur Tjörnin verið sjávarlón sem sjórinn hefur stíflað með malarkambi og er hún talin hafa lokast af fyrir um 1200 árum. Lækurinn, útfall ú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast ófleygir fuglar helst og getið þið nefnt nokkrar tegundir þeirra?

Einnig var spurt:Hvernig stendur á því að sumir fuglar þróuðust þannig að þeir urðu ófleygir? Þekktar eru um 60 tegundir fugla sem teljast ófleygar og auk þess er vitað um að minnsta kosti 150 útdauðar tegundir ófleygra fugla. Ófleygir fuglar finnast gjarnan á afskekktum eyjum þar sem lítið er um afræningja og ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?

Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

Fleiri niðurstöður