Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7648 svör fundust
Hvaða breytingar hafa átt sér stað á kynhegðun ungmenna síðustu 50 ár og hverjar eru afleiðingarnar?
Þessi spurning er mjög yfirgripsmikil og hægt að koma inn á mjög marga þætti en vegna ákveðinna takmarkana í samanburðarhæfni milli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi verður lögð áhersla á einn mikilvægan þátt sem er aldur við fyrstu kynmök. Elsta rannsókn sem mér er kunnugt um hvað varðar kynhegðu...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...
Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram...
Hvað er þekking?
Ef þekkingarfræðingum tækist að finna einfalt og þægilegt svar við þessari spurningu yrðu mikil hátíðahöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi. Hér verður stiklað á stóru um ýmis afbrigði spurningarinnar og nokkrar tilraunir til svara. Þessu svari er engan veginn ætlað að gera spurningunni full skil og lesendu...
Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?
Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli. Í arabísku er...
Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?
Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardhásk...
Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?
Hreindýr (Rangiferus tarandus) tilheyra ætt hjartardýra (Cervidae). Karldýr nánast allra tegunda hjartardýra skarta hornum[1] en ólíkt hyrndum dýrum í öðrum ættum fella þau hornin á hverju ári og ný vaxa í staðinn. Hreindýr eru þó einstök að því leyti að það eru ekki aðeins tarfarnir sem bera horn heldur kýrnar ei...
Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands. Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann...
Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?
Grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann heldur sig yfirleitt á talsverðu dýpi þar sem sjávarhitinn er á bilinu 2-7° C. Grænlandshákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítah...
Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...
Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?
Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...
Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?
Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...
Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...
Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?
Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...
Hvað er hundaæði?
Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...