Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4464 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er skötuselur með stórar tennur?

Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli sköt...

category-iconVísindi almennt

Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?

Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? kemur fram að almennt er talið að í Vetrarbrautinni okkar séu um 100-400 milljarðar stjarna. Ef við gefum okkur að vetrarbrautir séu alls 100 milljarðar og að meðaltali séu um 200 milljarðar stjarna í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða kettir kynþroska og hvað geta þeir eignast marga kettlinga í einu?

Heimiliskötturinn (Felis silvestris catus) verður kynþroska við 7 til 12 mánaða aldur og undir eðlilegum kringumstæðum verður læða breima fimm sinnum á ári. Kettir fara því ekki á lóðarí, heldur breima þeir. Það eru hundtíkur sem lóða og fara á lóðarí. Meðgangan tekur að meðaltali 63 til 65 daga og meðal kettl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...

category-iconLæknisfræði

Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?

Árlega greinast um 1.100 einstaklingar með krabbamein á Íslandi eins og lesa má um í öðru svari sama höfundar. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast meðal karla og krabbamein í brjóstum er algengast hjá konum. Lungnakrabbamein er með næst hæst nýgengi hjá báðum kynjum og í þriðja sæti er krabbamein í rist...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að tala við dýr?

Það er auðvitað vel hægt að tala við dýr en spyrjandi hefur sennilega í huga hvort að dýrin skilji það sem við segjum. Við vitum flest að það er hægt að kenna sumum dýrum að bregðast við tali okkar á ákveðinn hátt. Hundar geta til dæmis sótt spýtuna sem við köstuðum þegar við segjum 'sæktu' og hlýðnir hundar se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er bókstafurinn F fyrir framan tölustafina 1-12 efst á lyklaborðinu?

Stafurinn F fyrir framan tölustafina stendur fyrir enska orðið 'function' sem í þessu sambandi mætti þýða sem aðgerð og takkana þá aðgerðahnappa. Lyklaborðið sem þetta svar er skrifað með, aðgerðahnappar í rauðum kassa Nafnið er tilkomið vegna þess hlutverks takkanna að veita notendum aðgang að séraðgerðum í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hjarta búrhvals þungt?

Búrhvalir (Physeter macrocephalus) vega á bilinu 20-50 tonn og eru 8-20 metrar á lengd. Svona stórar skepnur þurfa að hafa geysistórt og kröftugt hjarta til að dæla blóðinu um líkama dýrsins. Meðalþyngd búrhvalshjarta er um 125 kg eða svipað og lyftingamaður sem keppir í yfirþungavigt. Þetta er þó ekki mikið ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?

Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Áætluð ú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu hratt geta fílar hlaupið?

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera. Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?

Lúðan er langlífur fiskur en hún getur að öllum líkindum orðið allt að 35-40 ára. Lúður verða tiltölulega seint kynþroska, hrygnurnar ekki fyrr en um 12 ára aldur og hafa þá náð umtalsverðri stærð eða um 120 til 130 cm. Hængurinn verður kynþroska heldur yngri eða um 8 ára gamall, og er þá um 90 til 110 cm á lengd....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?

Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið). Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sö...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir menn til í heiminum?

Áður en spurningunni verður svarað er rétt að hafa í huga að við getum aldrei vitað nákvæmlega hversu margir búa í heiminum vegna þess að tölur um fólksfjölda í flestum löndum heims eru áætlaðar eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu la...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?

Í fornu máli merkti baugur ‘hringur (einkum úr gulli eða silfri)’ og var hann gjarnan notaður sem gjaldmiðill. Um var að ræða bæði hring á fingur og hring til að bera á handlegg. Þannig var armbaugur borinn á handlegg. Orðið hringur hafði sömu merkingu og nú um eitthvað sem var hringlaga og var í eldra máli meðal ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu?

Spurningin í heild var: Er mælieiningin "mörk" sem er notuð við að vega nýbura séríslensk? Hvaðan er þessi mælieining upprunnin og hvernig stendur á "nafni" hennar? Orðið mörk er eitt af erfðaorðunum, það er það hefur verið til í málinu allt frá landnámsöld sem verð- og mælieining. Í færeysku er til orðið mørk o...

Fleiri niðurstöður