Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2229 svör fundust
Hver er guðfræðileg skilgreining á trú?
Guðfræðin er heil „fjölskylda” af fræðigreinum sem venja er að stunda saman í sérstökum deildum háskóla vegna þess að hver styður aðra í því sameiginlega hlutverki að túlka trúarhefð Vesturlanda. Sumar þessara greina geta flokkast undir málvísindi, aðrar bókmenntafræði, sagnfræði, heimspeki eða félagsvísindi, svo ...
Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?
Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...
Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?
Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....
Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...
Hvenær fæddist og dó Claude Monet?
Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...
Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva. Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við bein...
Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði?
Hagfræði má skilgreina á ýmsa vegu. Algengast er væntanlega að lýsa henni sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vin...
Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?
Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr vi...
Er til íslensk hjátrú um norðurljós?
Ekki er mikið um íslenska hjátrú sem tengist norðurljósum. Þó eru einstaka dæmi um slíkt. Sagt er að mikil hreyfing norðurljósa og litbrigði viti á hvassviðri en liggi þau kyrr sé von á stillum. Einnig telja sumir að þegar norðurljós sjáist seint á vetri sé enn að vænta snjókomu. Rauð norðurljós eru ófriðarboð...
Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?
Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni. Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna. Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst ú...
Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?
Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum....
Hvað er blindsýn (blindsight)?
Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...
Er líf á plánetum í öðrum sólkerfum? Og, sama hvert svarið er, er hægt að sanna það?
Það er algengur misskilningur að sannanir séu mikið notaðar í vísindum. Hins vegar er það svo í raun, að sannanir eru eingöngu notaðar í stærðfræði. Við getum sannað að hornasumma í venjulegum þríhyrningi sé 180° og að frumtölurnar séu óendanlega margar en við getum ekki sannað að orka varðveitist alltaf né heldur...
Er það lögbrot að ganga yfir á götu á rauðu ljósi?
Í 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir meðal annars: Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil. Það er því bannað með lögum að ganga...
Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?
Ekki er vitað um neitt farartæki sem líkist reiðhjólum fyrir árið 1700. Hjólið sem slíkt er þó ævaforn uppfinning en fornleifafræðingar telja að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það...