Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8435 svör fundust
Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?
Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...
Hvernig verða hafmeyjar til hver af annarri?
Um þetta er efni er einnig fjallað í ýtarlegu svari við spurningunni Hvernig búa hafmeyjar til aðrar hafmeyjar? Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn hefur mikið aðdráttarafl. Þar kemur meðal annars fram að hafmeyjar eru tilbúnar persónur en ekki raunverulegar. Þær þurfa þess vegna ekki á kynæxlun að halda til að viðh...
Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum?
Munurinn á kolvetnum og kaloríum er margvíslegur þótt bæði hugtökin tengist orku og varma og geti tengst mannslíkamanum. Kolvetni (e. carbohydrates) eru tiltekinn flokkur efna sem er skilgreindur nánar út frá samsetningu efnanna. Kaloría (e. calorie) er hins vegar mælieining um orku eða varma. Meðal annars er hægt...
Hver er munurinn á heilkenni og sjúkdómi?
Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...
Hver er munurinn á hita- og kuldaskilum?
Skil myndast þar sem loft af mismunandi uppruna mætist, til þæginda er talað um að tveir loftmassar takist á. Skil eru sjaldnast alveg kyrrstæð heldur hörfar annar loftmassinn oftast fyrir hinum sem þá sækir fram. Skilum fylgir að jafnaði einhver úrkoma. Hitaskil eru þar sem hlýtt loft sækir að, þegar þau fara...
Hver er munurinn á gleri og kristalli?
Gler er myndlaust efni þar sem uppröðun efniseindanna (sameindanna) er óregluleg. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Hrafntinna er dæmi um steintegund á glerformi. Gleri má líkja við mjög seigfljótandi vökva. Í kristalli raða efnisagnirnar sér hinsvegar upp í reglulega grind. Þ...
Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?
Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...
Hver er munurinn á kanínu og héra?
Hérum og kanínum er oft ruglað saman en þessir tveir hópar nagdýra eru flokkaði í mismunandi ættkvíslir innan ættarinnar Leporidae. Erfðafræðilegur munur á hérum og kanínum er það mikill að þessir hópar geta ekki æxlast. Meðal þess sem greinir héra frá kanínum er að hérar hafa hlutfallslega lengri lappir. Aftu...
Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?
Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...
Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?
Svarið er já, vegna þess að starfsheitið fornleifafræðingur er ekki verndað með lögum. Hins vegar geta aðeins þeir sem hafa lokið námi í fornleifafræði fengið leyfi til uppgraftar á fornminjum, samkvæmt skilgreiningu Þjóðminjalaga frá 2001. Ekki er heldur hefð fyrir því að þeir sem vinna við fornleifarannsóknir ti...
Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?
Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni A...
Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?
Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræ...
Hver er munurinn á Prússlandi og Þýskalandi?
Bæði þessi hugtök eiga sér langa sögu, en í grófum dráttum er munurinn sá að Prússland var eitt þeirra ríkja sem myndaði þýska keisaradæmið í byrjun árs 1871, en það er rótin að því sem við köllum nú Þýskaland. Prússland var reyndar upphaflega pólskt hertogadæmi, með Königsberg (sem nú heitir Kaliningrad og ti...
Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...