Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?
Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. ...
Hvað er landafræði?
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðl...
Hvers vegna er skata borðuð á Þorláksmessu?
Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks. Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þ...
Við hvaða hitastig frýs Mývatn?
Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...
Hver var Mídas konungur?
Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...
Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?
Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Eng...
Af hverju heitir Kolgrafafjörður þessu nafni?
Kolgrafafjörður er norðanmegin á Snæfellsnesi, milli Grundarfjarðar að vestan og Hraunsfjarðar að austan. Nafnið Kolgrafafjörður er nú notað um fjörðinn allan, allt frá botni (Hlöðuvogi) og út undir Akureyjar. Að fornu var nafnið eingöngu notað um innri hluta fjarðarins, frá botni og fram undir þrengingarnar við H...
Mér hefur verið sagt að sápuhimna sé "lágflötur", en hverjir eru eiginleikar og eðli lágflata?
Lágfletir eru yfirborð sem hafa minnsta mögulega flatarmál af öllum yfirborðum sem má koma fyrir innan ákveðinna marka. Mjög auðvelt er að sjá dæmi um lágfleti, því ef maður beygir vír í lokaða lykkju og dýfir henni í sápuvatn þá myndar sápuhimnan sem fæst þannig lágflöt sem afmarkast af vírnum. Sápuhimnur mynd...
Hvað er lífbelti stjörnu?
Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi...
Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?
Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga se...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?
Ásgrímur Angantýsson er dósent í íslenskri málfræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum ritrýndum tímar...
Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (Gudjonsson) er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið. Brynja hefur stundað rannsóknir á öllum skólastigum og í ólíkum menntakerfum. Kjarninn í rannsóknum hennar er líðan og reynsla minnihlutahópa af menningu og samfélagi og viðhorf til ýmissa menningarlegra hó...
Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?
Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...
Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?
Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem r...
Hvenær er logn á Íslandi?
Logn er þegar enginn vindur er. Það getur komið logn á öllum árstímum og tímum dags, en er algengast að næturlagi á sumrin og endurspeglast það í orðum á borð við „morgunstillu“ og „kvöldkyrrð“. Almennt er logn algengara inn til landsins en úti við sjóinn og á það rætur að rekja til þess að sjórinn veitir vindi...