Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 412 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?

COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019. Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru rit...

category-iconLögfræði

Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið?

Leit er þvingunarráðstöfun og er því ekki beitt af léttúð. Í 1. mgr. 74. gr laga um meðferð sakamála er bifreið tiltekin sem einn af þeim stöðum sem heimilt er að leita í við rannsókn sakamála. Í 75. gr. kemur fram að til þess að leitað verði í bifreiðum þurfi úrskurð dómara. Þar að auki fellur bifreið undir 71. g...

category-iconLögfræði

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?

Völd forseta Bandaríkjanna eru mikil, eins og nærri má láta. Bandaríkin eru á alla mælikvarða leiðandi afl í heiminum. Vegna hernaðar- og efnahagsstyrks hafa þau mikil áhrif innan alþjóðastofnana og því skiptir miklu máli hver situr í embætti forseta. Að sama skapi fer embætti Bandaríkjaforseta með mikil völd heim...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?

Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...

category-iconLögfræði

Get ég höfðað mál gegn sjálfum mér?

Svarið við spurningunni er bæði já og nei. Þú getur að sjálfsögðu stefnt sjálfum þér en reglur einkamálaréttarfars um aðild að dómsmáli og sakarefni valda því að málinu yrði vísað frá og væri þar af leiðandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Um þetta efni gilda lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála (aðallega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldgos heitt?

Efnasamsetning gosefna er gjarnan notuð til að flokka bergkvikuna sem kemur upp í eldgosum og gosbergið sem til verður þegar hún storknar á yfirborð jarðar. Þannig er talað um basíska, ísúra eða súra kviku og/eða storkuberg. Ræður þar mestu kísilsýrumagn kvikunnar eða bergsins, sem er lægst í basísku bergi og hæst...

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?

Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. ...

category-iconLögfræði

Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?

Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...

category-iconLögfræði

Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum? Mætti hafa það svo lítið að smásjá þyrfti til að lesa það?Það er meginregla í íslenskum samningarétti að samningafrelsi ríkir. Það felur í sér að þeir sem gera samning hafa frelsi um efni hans og gerð svo fremi sem þeir gangi ekk...

category-iconHagfræði

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?

Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starf...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sakfella manneskju fyrir manndráp ef hún smitar einhvern af COVID-19 sem síðan deyr?

Upprunalega spurningin var: Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Hér má sjá svar Baldurs S. Blöndal við þessari spurningu frá lagalegu sjónarhorni: Gæti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum? Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu lista...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?

Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að...

Fleiri niðurstöður