Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2723 svör fundust
Af hverju var Leifur skírður Leifur?
Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000. Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorði...
Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036?
Um tíma var talið að möguleiki væri á að smástirnið 2003 QQ47 rækist á jörðina árið 2014. Eftir nánari athuganir á braut smástirnisins gátu vísindamenn þó reiknað út að engin hætta væri á árekstri þess við jörðina. Nýlega hefur smástirið 99942 Apófis (2004 MN4; e. Apophis) fengið nokkra athygli af sömu ástæðum;...
Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.
Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna. Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í ...
Hvers konar veður valda snjóflóðum?
Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóðahæ...
Eru til sérstakar reglur um umritun íslenskra stafa yfir á önnur tungumál?
Í staðlinum Upplýsingatækni – íslenskar kröfur ÍST 130:2004:12 frá Staðlaráði Íslands stendur um þetta:Íslensku skal að jafnaði rita með íslenskum bókstöfum. Ef tiltækur búnaður leyfir það ekki má hafa þetta til viðmiðunar: Upprunalegur stafur Staðgengill á/Á a...
Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði? - Myndband
Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Það er auðvelt að leika sér með dæmi til að sjá hversu fjarstæðukennt það er að einhver geti boðið fjárfestum örugga 10% ávöxtun á mánuði yfir langan tíma. Ef ein milljón króna skilar til dæmis þessari ávöxtun í ...
Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?
Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilega...
Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?
Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...
Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?
Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...
Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- o...
Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?
Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...
Breytist kennitala einstaklings ef hann skiptir um kyn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Nú skiptir einstaklingur um kyn. Breytist kennitalan við það? Kennitala er tíu stafa auðkennisnúmer sem allir einstaklingar skráðir hjá Þjóðskrá Íslands hafa. Hver kennitala er einstök, en það merkir að engar tvær kennitölur eru eins. Öll börn sem fæðast...
Getið þið sagt mér eitthvað um uppvakninga?
Í þjóðtrú ýmissa landa og í kvikmyndum og skáldsögum finnast verur sem við köllum yfirleitt uppvakninga á íslensku. Mörg þessara furðuvera eiga lítið annað sameiginlegt en að erlend heiti þeirra eru þýdd með sama orðinu á íslensku; til dæmis eru norrænu draugarnir sem vinna verk fyrir illa galdramenn ekki sömu fyr...
Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?
Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...
Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...