Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3257 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?

Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?

Spyrjandi biður um nákvæmt svar við þessu og margir tengja vísindin auðvitað við nákvæmni. En það er ekki einu sinni auðvelt að telja nákvæmlega fastastjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum þegar stjörnubjart er. Það er meðal annars vegna þess að skilyrðin eru aldrei alveg þau sömu; stundum sjáum við kannski stj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Dreymir ketti?

Það er erfitt að svara spurningunni hvort ketti dreymi drauma eins og menn. Ástæðan fyrir því er sú að þótt við spyrjum kettina um þetta geta þeir ekki svarað okkur með því að lýsa draumum sínum, ef einhverjir eru. Vísindamenn hafa þó reynt að komast að þessu með því að taka svokallað svefnrit af dýrum. Þá eru ...

category-iconSálfræði

Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka?

Svefntruflanir geta orsakast af mörgu. Með aldri aukast svefntruflanir og eldra fólk á oft erfiðara með að sofna en þeir sem yngri eru og það vaknar frekar upp á nóttunni. Eins getum við vaknað upp á nóttuni vegna líkamlegra kvilla, vegna verkja, ef við þurfum að pissa eða erum með andþyngsli. Þeir sem eiga ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita páskarnir þessu nafni?

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku. Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorste...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ríkasti maður í heimi ríkur og hver er næstríkastur?

Eins og fram kemur í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hver er ríkasti maður í heimi? er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks heims þar sem misjafnt er hvort fólk vill gefa upplýsingar um eigur sínar og einnig hversu heiðarlegt það er í upplýsingagjöfinni. Ýmsir reyna ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða maður fattaði upp á fyrsta skólanum og hvað heitir hann?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að nefna einn mann og segja að hann hafi fyrstur allra "fattað upp á" skóla. Skólar eru stofnanir sem veita kerfisbundna fræðslu. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni er hægt að rekja upphaf skólahalds allt aftur til Egypta og Súmera á þriðja árþúsundi f. Kr. Þar vo...

category-iconHugvísindi

Hvað eru landráð?

Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig æxlast kolkrabbar?

Æxlun kolkrabba (Octopoda) fer þannig fram að karldýrið notar einn af sínum átta örmum til þess að koma sæði í kvendýrið. Armurinn sem notaður er í þessum tilgangi nefnist hectocotylus og er ummyndaður þannig að hann getur flutt sáðsekkina inn í möttulhol kvendýrsins þar sem æxlun fer fram. Kvendýrið getur hal...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?

Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...

category-iconLandafræði

Hvað er Beringssund breitt?

Beringssund er sundið á milli Desnjév-höfða í Rússlandi, sem er austasti hluti meginlands Asíu, og Prince of Wales-höfða í Alaska, en það er vestasti hluti meginlands Norður-Ameríku. Mörkin á milli heimsálfanna tveggja liggja um mitt sundið. Beringssund er um 85 km breitt og dýpið þar er á bilinu 30-50 m. Sundi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Katla í Lakagígum?

Nei, Katla er ekki í Lakagígum. Katla er megineldstöð í Mýrdalsjökli. Katla er eitt af virkustu eldfjöllum Íslands en talið er að hún hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Árið 1955 kom reyndar hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?

Örnefni er nafn á einhverjum stað. Það var upphaflega notað um bæði mannanöfn og staðanöfn en á síðari tímum eingöngu um nafn á stað. Það merkir líklega upphaflega ‚úrnafn‘, ‚nafn sem dregið er af öðru nafni‘ og á þá sérstaklega við samsett nöfn. Örnefni hafa fylgt manninum frá örófi alda. Hann hefur snemma fa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?

Þetta er snúin spurning því án efa eru til svo sjaldgæfar plöntur að grasafræðingar hafa ekki hugmynd um tilveru þeirra! En af þeim plöntum sem vísindin þekkja til, þá eru nokkrar tegundir sem eru ákaflega sjaldgæfar og þekkjast aðeins á örfáum einstaklingum. Ein þeirra er plantan Encephalartos woodii sem er nær ú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?

Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu. Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóev...

Fleiri niðurstöður