Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8230 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?

Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum. Merking frasans er sú að öl...

category-iconHugvísindi

Af hverju lenti Ódysseifur í öllum þessum ævintýrum á leiðinni heim frá Trójustríðinu?

Í stuttu máli er það vegna afskipta guðanna. Í upphafi Ódysseifskviðu segir:Sá maður þoldi á hafinu margar hugraunir, þá hann leitaði sjálfum sér lífs og heimkomu förunautum sínum. Og fékk hann þó ekki að heldur frelsað félaga sína, hvað feginn sem hann vildi, því þeir tortímdust sökum illverka sinna, er þeir fáví...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru áhrif SO2 á mannslíkamann? Eru einhver langtímaáhrif þekkt? Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinstvíildis (sem líka kallast brennisteinsdíoxíð, SO2) þá breytist efnið á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nef...

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?

Jan Mayen er lítil eyja um 600 km norðaustur af Íslandi, 500 km austur af Grænlandi og um 1000 km í vestur frá Noregi. Eyjan er aflöng, um 55 km löng frá suðvestri til norðausturs og er flatarmál hennar um 373 km2. Jan Mayen skiptist í tvennt og eru hlutarnir tengdir saman með mjóu eiði. Norðaustur hlutinn kallast...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?

Kerti eru gerð úr vaxi og kveikiþræði. Vaxið í kertum er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, en parafínkertin eru langalgengust til daglegra nota. Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem þernur í býflugnabúum búa til og nota í hólfin þar sem hunang bý...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Þingvallavatn til?

Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...

category-iconVeðurfræði

Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?

Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...

category-iconVísindi almennt

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna eru raddir karla dýpri en raddir kvenna?

Munur á röddum fólks er bæði líffræðilegur og einstaklingsbundinn. Líffræðilegar ástæður Við kynþroska á unglingsárunum eykst andrógenhormónaframleiðsla (meðal annars testósterón) hjá körlum sem hefur meðal annars eftirfarandi áhrif á formgerð barkakýlisins: Skjaldbrjóskið stækkar, það færist fram og verður ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru helstu ástæður landnáms?

Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...

category-iconVísindavefurinn

Eru spurningar sem berast vísindavefnum ritskoðaðar?

Hugsanlegt er að leggja þann skilning í orðið "ritskoðun" að svarið við þessari spurningu verði játandi. Við lagfærum strax stafsetningu og málfar á spurningunum sjálfum og styttum líka stundum þegar í stað, ef það liggur beint við. Þegar svör berast, lagfærum við spurningarnar enn frekar til að vefurinn verði sem...

category-iconJarðvísindi

Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?

Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn ári...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?

Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku?

Heimildum ber ekki mjög vel saman þar sem hver þúfa og steinn skiptir máli í þessu tilviki. Þó eru tvö fjöll sem helst eru nefnd, Ejer Bavnehöj (um 171 m) og Yding Skovhöj (um 173 m). Danmörk er mjög láglent land svo að varla er hægt að tala um eiginleg fjöll þegar talað er um „hæsta fjall í Danmörku". Það segi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?

Spurningin í heild var sem hér segir: Í vísindaskáldskap er stundum skapað gerfiaðdráttarafl í geimskipum með því að nota miðflóttafl. Með því að láta hjól snúast um öxul og labba svo innan á veggjum þess. Glæsileg hugmynd, en einu sinni þegar ég var að ræða þetta, þá kom upp einföld spurning sem frysti umræðuna:...

Fleiri niðurstöður