Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 895 svör fundust

category-iconMannfræði

Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?

Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þrið...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?

Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...

category-iconNæringarfræði

Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?

Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?

Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?

Í ritreglum frá Íslenskri málstöð er fjallað sérstaklega um þetta í grein 98. Þar segir: Ekki er haft stafbil milli tveggja skammstafaðra orða nema aftan við skammstöfun sem er tveir eða fleiri stafir og milli tveggja skammstafana sem hvor um sig er sjálfstæð eining. Samkvæmt þessu er skrifað: t.d. a.m.k. o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?

Heims um ból helg eru jólSvona hefst hinn þekkti jólasálmur Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) sem sunginn er við lag Franz Gruber (1787-1863). Orðaröðin er ungum lesendum líklega framandi og jafnvel merking einstakra orða. Hér merkir 'ból' byggð eða annað aðsetur manna, samanber orðalagið 'hvergi á byggðu ból...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?

Hér er einnig svarað spurningunum:Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum? Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig vinnur ónæmiskerfið? Er hægt að verða ónæmur fyrir kvefi?

Áður en skýrt verður út hvernig ónæmiskerfið vinnur er nauðsynlegt að skilgreina hugtakið ónæmi. Ónæmi er einnig kallað sérhæft viðnám gegn sjúkdómi og felst í að mynda sérhæfða gerð af frumu eða sameind, svokallað mótefni, gegn tilteknum vaka og engum öðrum. Vaki er hvert það efni — á yfirborði örvera, í/á m...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir men...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?

Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið. Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

category-iconNæringarfræði

Styrkir kúamjólk bein líkamans?

Mataræði er mikilvægur þáttur í því að byggja upp sterk bein. Bein er lifandi vefur og þarf eins og allir vefir líkamans á ýmsum næringarefnum að halda til þess að þroskast og vaxa eðlilega og til þess að viðhalda sér eftir að fullum vexti er náð. Styrkur beinagrindar byggist aðallega á kalksamböndum en í beinum e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?

Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er erfðamengun?

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...

category-iconHagfræði

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

Fleiri niðurstöður