Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...
Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi ...
Nafnorðið tjá er aðeins notað í orðasambandinu á tjá og tundri ‘í ruglingi, í óreiðu’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:1046) stendur:
Líklegast er að tjá sé upphaflega kvk.-orð, og tundur merkir vísast kveikiþráð eða ljóskveik, tákngildið ‘sprengiefni’ kemur naumast til greina.
Nafnorðið tjá er aðeins notað í ...
Latneska orðið emeritus er notað um þann sem lokið hefur störfum. Orðið er í raun lýsingarháttur þátíðar af sögninni emereo sem þýðir að gegna einhverri þjónustu til enda, til að mynda herþjónustu eða embættissetu. Í nútímasamhengi er það oftast notað til að gefa til kynna að prófessor hafi lokið störfum við háskó...
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Heil og sæl. Langar að vita hvort það sé rétt að orðið gala sé komið af gálgi og þá frá þeim tíma þegar hengingar þóttu skemmtiefni og fólk horfði á í sínu fínasta.
Gala er sögn sem merkir að ‘gefa frá sér sérstakt (hátt) hljóð’ en einnig að ‘syngja eða kveða töfraþulu...
Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.
Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku en hlutverk þess virðist hafa verið að víkka í báðum málum u...
Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít.
Uppruni og merking
Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...
Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt!
Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson...
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður".
Orðin fé, sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til fo...
Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenn...
Rétt íslenskt mál er málnotkun sem samræmist (einhverri) íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál samrýmist engri íslenskri málvenju. Rangt mál, til dæmis setningin "Páll eldaði fiskurinn", getur hvergi talist æskilegt en ekki er þar með sagt að rétt mál (í þessum skilningi) eigi sjálfkrafa rétt á sér við allar að...
Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda.
Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna b...
Nafnorðið mál hefur fleiri en eina merkingu. Í orðasambandinu svo/þannig er mál með vexti ‛því er þannig háttað’ merkir mál ‛málefni, málavextir’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá upphafi 17. aldar en Jón Friðjónsson bendir á eldra dæmi frá upphafi 16. aldar í ritinu Mergur málsins (1993:...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!