Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 33 svör fundust

Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"?

Óvíst er um uppruna orðasambandsins "sorrý Stína". Flestir, sem undirrituð hefur talað við, segjast ekki hafa heyrt það lengi þótt þeir kannist vel við það og hafi þekkt það í allnokkra áratugi. Sumir geta sér þess til að rekja megi orðasambandið aftur til stríðsáranna. Sú saga virðist vel þekkt að hermaður ha...

Nánar

Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum?

Sögnin að skripla merkir að ‘renna, hrasa’. Ég kannast ekki við orðasambandið að skripla á dögunum en hins vegar að eitthvað skripli, skriki á skötunni í merkingunni ‘eitthvað mistekst, fer úrskeiðis’. Það þekkist þegar á 17. öld. Þekkt er sagan af séra Hálfdáni í Felli í þjóðsögum Jóns Árnasonar (1954 I:502). Sér...

Nánar

Hvaða deiga láta menn síga?

Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...

Nánar

Hver er þessi rauði þráður?

Orðið þráður hefur fleiri en eina merkingu. Það merkir ‘band, ullarband, tvinni’, ‘taug, strengur’ og ‘uppistaða, burðarás, samhengi’. Sú síðasta á sennilega best við í samböndunum að eitthvað sé rauði þráðurinn í einhverju eða að eitthvað gangi eins og rauður þráður gegnum eitthvað ef litið er til upprunans. Í dö...

Nánar

Hvernig elda ég grátt silfur?

Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara." Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu...

Nánar

Hvaða gönur hlaupa menn í?

Gönur er kvenkynsorð sem einungis er notað í fleirtölu. Merkingin er ‘ógöngur, flan, villigötur’. Orðið er leitt af sögninni gana sem þýðir ‘ana, flana’ og er skylt nafnorðinu gan sem merkir ‘flan’. Gönur er einkum notað í föstum orðasamböndum eins og ‘hlaupa í gönur’; til dæmis er sagt um hesta að þeir fælist...

Nánar

Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?

Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanleg...

Nánar

Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?

Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...

Nánar

Hvar liggur hundurinn grafinn?

Til þess að svara þessari brýnu spurningu réð Vísindavefurinn í snarhasti nokkra velþekkta fornleifafræðinga. Þeir unnu áður við bílastæðgerð á Alþingi en þóttu með eindæmum seinvirkir og fóru alveg í hundana. Fornleifafræðingarnir hófu leitina með ýtarlegri heimildarannsókn. Með ógurlegum hundakúnstum lásu þei...

Nánar

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?

Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...

Nánar

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?

Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...

Nánar

Hvernig á að láta til skarar skríða?

Hér er einnig svarað spurningunum:Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“? Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlö...

Nánar

Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?

Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...

Nánar

Fleiri niðurstöður