Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 86 svör fundust

Hvaða efni eru snefilefni?

Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%. Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga...

Nánar

Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?

Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í...

Nánar

Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?

Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir u...

Nánar

Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?

Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...

Nánar

Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?

Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...

Nánar

Hvers vegna er aðeins hægt að rispa demanta með öðrum demöntum?

Við höfum eflaust öll tekið eftir því að sum efni rispast auðveldlega meðan önnur efni þola meira. Þegar tveimur föstum efnum með mismunandi hörku er nuddað saman rispast efnið sem er mýkra. Ekki er alltaf augljóst hvort efnið er harðara fyrr en á reynir. Fullkominn demantur er harðasta náttúrulega efnið sem um ge...

Nánar

Hvernig verður efni til?

Stutta svarið er að við vitum ekki allt um það hvernig efni getur orðið til, en við vitum þó að það getur orðið til úr orku og getur líka breyst í orku. Í daglegu lífi er efnið eða massinn þó varðveitt; þar verður nýtt efni bara til úr öðru efni. En þetta er afar eðlileg spurning sem menn hafa lengi velt fyrir ...

Nánar

Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?

Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orka...

Nánar

Hvað gerist í jáeindaskanna?

Jáeindaskönnun nefnist á ensku „positron emission tomography“, skammstafað PET, en orðið „tomography“ (sneiðmyndun) er haft um aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann með ýmiss konar geislun, einkum röntgengeislun. Auk þess eru oft notaðar öflugar tölvur til að vinna úr merkjum sem geislunin veldur og er þá ...

Nánar

Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn?

Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...

Nánar

Hvernig og við hvaða aðstæður myndast móða á gleri?

Þetta gerist þegar glerið er kaldara en loftið í herberginu og nægilegur raki er í loftinu til að hann þéttist í kalda loftinu við glerið. Í loftinu kringum okkur er oftast eitthvað af vatnsgufu eða raka, mismikið eftir atvikum. Loft við tilteknar aðstæður getur tekið upp ákveðið magn af raka. Þegar komið...

Nánar

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður