Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 150 svör fundust

Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?

Ráðherrar þurfa ekki að vera þingmenn, þótt hefð sé fyrir því í íslenskum stjórnmálum að þeir séu það. Íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skipa ráðherra án þess að þeir séu kjörnir þingmenn. Slíkir ráðherrar eru kallaðir utanþingsráðherrar. Þeir eiga sæti á Alþingi, vegna embættisstöðu sinnar, ...

Nánar

Hvað er Code civil í frönskum lögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...

Nánar

Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hver var Vasco da Gama? (Spyrjandi Matthías Rúnarsson) og Hver er uppruni Vasco da Gama? Hvernig tókst honum að sigla til Indlands og af hverju dó hann? (Spyrjandi Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir). Vasco da Gama (1460?-1524) var portúgalskur sæfari sem sigldi fyrstur s...

Nánar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað?

Guðmundur G. Haraldsson er prófessor í lífrænni efnafræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Í upphafi beindust rannsóknir hans að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra. Slíkar fitusýrur einkenna fitu lýsis og sjávarfangs og eru EPA og DHA mikil...

Nánar

Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar. Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist v...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...

Nánar

Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?

Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...

Nánar

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

Nánar

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

Nánar

Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?

Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...

Nánar

Sjá selir í lit?

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...

Nánar

Fleiri niðurstöður