Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 175 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?

Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...

Nánar

Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?

Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi. Yfirlitsrit um sögu stærðf...

Nánar

Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Hvers vegna er grágrýti mismunandi á milli myndunarstaða? Storkuberg er annars vegar flokkað eftir efnasamsetningu og hins vegar eftir myndunarháttum. Þannig getur bergkvika sömu samsetningar myndað basaltgler (sem oft ummyndast í m...

Nánar

Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?

Ian Fleming lifði um margt atburðaríka ævi og nýtti sér persónur og atburði úr eigin lífi í James Bond-bækurnar. Hann hét fullu nafni Ian Lancaster Fleming, fæddur 28. maí 1908 í London. Faðir hans var Valentine Fleming, majór og þingmaður Íhaldsflokksins sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hans hét Eve...

Nánar

Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð? Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur l...

Nánar

Hvað er San Andreas sprungan?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endi...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Björn Þorsteinsson stundað?

Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á sviði franskrar og þýskrar heimspeki 19. og 20. aldar, með áherslu á verufræðilega og pólitíska þætti. Doktorsritgerð Björns, La question de la justice chez Jacques Derrida (París: L‘Harmattan ...

Nánar

Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...

Nánar

Hvaðan kemur orðið þágufall?

Eitt falla í latínu nefnist dativus og hafa nágrannamál eins og norðurlandamál, enska og þýska nýtt sér það í mállýsingum sínum (d. dativ, e. dative, þ. Dativ). Það lýsir því í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður eða er gert. Í latneskri málfræði er til dæmis greint á milli, dativus commodi sem mætti nefna þægind...

Nánar

Hvað er eldský?

Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...

Nánar

Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?

Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður