Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvaða breytingar hafa orðið á reglum um eigna- og fjármagnstekjuskatt frá apríl 2013 til september 2016?

Þórólfur Matthíasson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
FEB vill spyrja fyrir hönd félagsmanna sinna hvort sú fullyrðing fjármála- og efnahagsráðherra um að "fyllilega" hafi verið staðið við afnám allra skerðinga hjá eldri borgurum líkt og lofað var og kom fram í bréfi Bjarna til eldri borgara við lok kosningabaráttunnar árið 2013?

Upprunalega spurningin vísaði til nokkurra liða í bréfi Bjarna Benediktssonar frá 22. apríl 2013. Hér er að finna svar við tveimur liðum í bréfinu, um eignaskatt (auðlegðarskatt) og fjármagnstekuskjatt.

Bréfið sem fylgdi með fyrirspurninni.

Eignaskattur féll niður frá og með 31. desember 2005, samanber lög nr. 129/2004, og hefur ekki verið lagður á síðan gjaldárið 2005. Með lögum nr. 128/2009, um tekjuöflun ríkisins, var lögfest að leggja skyldi auðlegðarskatt á framtalsskyldar eignir einstaklinga á árunum 2010 til og með 2013. Ákvæðin voru síðan framlengd þannig að skatturinn var einnig lagður á árið 2014.

Lesa má meira um auðlegðarskatt á vefsíðu ríkisskattstjóra:

1) Auðlegðarskattur var lagður a gjaldárin 2010-2014.
2) Fjármagnstekjuskattshlutfallið var 20% bæði á árinu 2013 og 2014 - og er enn.

Vextir, arður, leigutekjur, söluhagnaður og aðrar eignatekjur teljast til fjármagnstekna og eru skattskyldar hjá einstaklingum. Fjármagnstekjuskattshlutfallið var 20% bæði á árinu 2013 og 2014 - og er enn. Heildarvaxtatekjur einstaklinga að fjárhæð 125.000 kr. eru undanþegnar skattlagningu frá og með álagningu 2015 og hækkaði sú fjárhæð úr 100.000 kr. við álagningu 2014 (tekjur á árinu 2013).

Tekjur manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem ekki fellur undir að vera atvinnurekstur eru skattskyldar sem fjármagnstekjur en 30% af tekjunum voru undanþegnar skattlagningu bæði árið 2014 og 2015 (tekjuárin 2013 og 2014). Þetta hlutfall hækkar í 50% við álagningu 2017 vegna tekna á árinu 2016, það er vegna útleigu á íbúðarhúsnæði til búsetu leigjanda (á ekki við um skammtímaútleigu).

Lesa má meira um fjármagnstekjuskatt á vefsíðu ríkisskattstjóra:

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.9.2016

Spyrjandi

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða breytingar hafa orðið á reglum um eigna- og fjármagnstekjuskatt frá apríl 2013 til september 2016?“ Vísindavefurinn, 21. september 2016. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72666.

Þórólfur Matthíasson. (2016, 21. september). Hvaða breytingar hafa orðið á reglum um eigna- og fjármagnstekjuskatt frá apríl 2013 til september 2016? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72666

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða breytingar hafa orðið á reglum um eigna- og fjármagnstekjuskatt frá apríl 2013 til september 2016?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2016. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72666>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða breytingar hafa orðið á reglum um eigna- og fjármagnstekjuskatt frá apríl 2013 til september 2016?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
FEB vill spyrja fyrir hönd félagsmanna sinna hvort sú fullyrðing fjármála- og efnahagsráðherra um að "fyllilega" hafi verið staðið við afnám allra skerðinga hjá eldri borgurum líkt og lofað var og kom fram í bréfi Bjarna til eldri borgara við lok kosningabaráttunnar árið 2013?

Upprunalega spurningin vísaði til nokkurra liða í bréfi Bjarna Benediktssonar frá 22. apríl 2013. Hér er að finna svar við tveimur liðum í bréfinu, um eignaskatt (auðlegðarskatt) og fjármagnstekuskjatt.

Bréfið sem fylgdi með fyrirspurninni.

Eignaskattur féll niður frá og með 31. desember 2005, samanber lög nr. 129/2004, og hefur ekki verið lagður á síðan gjaldárið 2005. Með lögum nr. 128/2009, um tekjuöflun ríkisins, var lögfest að leggja skyldi auðlegðarskatt á framtalsskyldar eignir einstaklinga á árunum 2010 til og með 2013. Ákvæðin voru síðan framlengd þannig að skatturinn var einnig lagður á árið 2014.

Lesa má meira um auðlegðarskatt á vefsíðu ríkisskattstjóra:

1) Auðlegðarskattur var lagður a gjaldárin 2010-2014.
2) Fjármagnstekjuskattshlutfallið var 20% bæði á árinu 2013 og 2014 - og er enn.

Vextir, arður, leigutekjur, söluhagnaður og aðrar eignatekjur teljast til fjármagnstekna og eru skattskyldar hjá einstaklingum. Fjármagnstekjuskattshlutfallið var 20% bæði á árinu 2013 og 2014 - og er enn. Heildarvaxtatekjur einstaklinga að fjárhæð 125.000 kr. eru undanþegnar skattlagningu frá og með álagningu 2015 og hækkaði sú fjárhæð úr 100.000 kr. við álagningu 2014 (tekjur á árinu 2013).

Tekjur manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem ekki fellur undir að vera atvinnurekstur eru skattskyldar sem fjármagnstekjur en 30% af tekjunum voru undanþegnar skattlagningu bæði árið 2014 og 2015 (tekjuárin 2013 og 2014). Þetta hlutfall hækkar í 50% við álagningu 2017 vegna tekna á árinu 2016, það er vegna útleigu á íbúðarhúsnæði til búsetu leigjanda (á ekki við um skammtímaútleigu).

Lesa má meira um fjármagnstekjuskatt á vefsíðu ríkisskattstjóra:

Mynd:

...