Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5047 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?

Spurningin í heild var sem hér segir:Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur? Hita þau undir heitu vatni? Eða er e.t.v. eina leiðin að brjóta annað þeirra?Við skiljum spurninguna svo að hún eigi við tvö bjórglös sem mjókka niður og annað þeirra sé fast innan í hinu. Þá er reynandi að kæla innra glasið varleg...

category-iconLögfræði

Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?

Í fyrstu málsgrein 1. gr. laga um stjórn fiskveiða (38/1990) segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í 4. gr. sömu laga segir að enginn megi stunda veiðar í atvinnuskyni nema að hafa til þess almennt veiðileyfi og samkvæmt 5. gr. laganna koma einungis til greina íslenskir eigendur fi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir grænlandshvalur?

GrænlandshvalurGrænlandshvalur er annað heiti á grænlandssléttbak (Balaena mysticetus). Annað heiti yfir hann er norðhvalur. Á enskri tungu kallast þessi hvalur bowhead og vísar það til höfuðlagsins, eða arctic right whale en það nafn er sprottið undan rifjum hvalveiðimanna sem töldu þennan hval vera hinn "rétta",...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?

Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...

category-iconVeðurfræði

Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?

Svarið er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt sjó eða litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í lo...

category-iconHugvísindi

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær ber að nota hornklofa, []?

Um notkun greinarmerkja í íslensku er hægt að lesa í auglýsingu um greinarmerkjasetningu. Þar segir um hornklofa:Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuð...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju glitrar snjórinn?

Nýfallinn snjór glitrar ekki, en harðfenni, sem er þéttari snjór, sem náð hefur að endurkristallast og mynda stærri samhangandi kristalla, glitrar. Nýfallinn snjór er hvítur því örsmáir ískristallarnir í honum dreifa ljósinu í allar áttir óháð öldulengd, án þess að drekka mikið í sig. Ljósið getur náð einhverja...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar?

Þegar velja á stjörnusjónauka er mikilvægt að vanda valið. Stjörnusjónaukar eru af öllum stærðum og gerðum og því þarf hver og einna að finna út hvaða tegund hentar honum eða henni best. Góður sjónauki þarf að uppfylla tvö skilyrði. Hann verður að vera á góðri undirstöðu og hafa góð sjóntæki. Besti stjörnu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Myndi áttaviti á suðurpólnum snúast í hringi?

Svarið er í aðalatriðum já; áttaviti á syðra segulskauti jarðar mundi snúast í hringi og ekki stöðvast við neina sérstaka stefnu. En vert er að taka eftir því að þetta á við segulskautið en ekki heimskautið sjálft, en alllangt er þar á milli. Það sama á við um norðurskautið. Ef við erum stödd á norðurpólnum lig...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?

Spyrjandi á líklega við það að uppi hafa verið hugmyndir um að súrefni geti bæst við lofthjúpinn á Mars og þannig gæti orðið lífvænlegra þar en nú er. Súrefnið í loftthjúpi jarðar er einmitt komið til á svipaðan hátt, löngu eftir að hún og lofthjúpur hennar urðu til. Það fór að vaxa í lofthjúpnum eftir að plöntur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða deiga láta menn síga?

Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?

Svarið við þessari spurningu er já. Þegar læða hefur egglos, eða þegar hún breimar, losna mörg egg ólíkt því sem gerist hjá manninum því þar losnar í langflestum tilvikum aðeins eitt egg í hverjum tíðahring. Segjum sem svo að læðan hafi samfarir við fleiri en einn högna á meðan hún breimar. Þá geta fleiri en ei...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?

Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hnísur með veiðihár?

Veiðihár eru sérhæfð hár sem dýr nota til skynjunar. Þau gagnast meðal annars við fæðuöflun og til þess að rata í myrkri. Veiðihár eru yfirleitt nærri gini dýrsins og umhverfis nefið en geta einnig verið á öðrum stöðum. Veiðihár finnast víða innan ættbálks rándýra svo sem meðal dýra af katta- og hundaætt. Mörg ...

Fleiri niðurstöður