Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4622 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er bókstafurinn F fyrir framan tölustafina 1-12 efst á lyklaborðinu?

Stafurinn F fyrir framan tölustafina stendur fyrir enska orðið 'function' sem í þessu sambandi mætti þýða sem aðgerð og takkana þá aðgerðahnappa. Lyklaborðið sem þetta svar er skrifað með, aðgerðahnappar í rauðum kassa Nafnið er tilkomið vegna þess hlutverks takkanna að veita notendum aðgang að séraðgerðum í...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?

Upphaflega hét fossinn í Hvítá í Borgarfirði Bjarnafoss (Heiðarvíga saga, Íslenzk fornrit III:297) en ekki er vitað hvenær nafnið breyttist í Barnafoss. Bjarnafoss er enn til á sömu slóðum í Borgarfirði, í Norðlingafljóti í landi Kalmanstungu ofan við Núpdælavað, nærri alfaraleið, Núpdælagötum, upp til Arnarva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hjarta búrhvals þungt?

Búrhvalir (Physeter macrocephalus) vega á bilinu 20-50 tonn og eru 8-20 metrar á lengd. Svona stórar skepnur þurfa að hafa geysistórt og kröftugt hjarta til að dæla blóðinu um líkama dýrsins. Meðalþyngd búrhvalshjarta er um 125 kg eða svipað og lyftingamaður sem keppir í yfirþungavigt. Þetta er þó ekki mikið ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?

Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur (Pinus aristata og Pinus longaeva. Þær vaxa frá Kaliforníu til Colorado hátt yfir sjávarmáli, 2.800-4000 m. Samkvæmt heimildum frá 2013 er elsta tréð rúmlega 5000 ára gamalt. Fram að var talið að samskonar fura, nefnd Methuselah, væri elsta núlifandi tréð með sín rúmlega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?

Flestir kannast við að sumir hafa eins og skarð eða spor í höku. Þetta skarð er ýmis nefnt hökuskarð, pétursskarð eða pétursspor. Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki fundist sögn sem skýrir hvers vegna orðið pétursspor er kennt við Pétur, hugsanlega Pétur postula. Þó er rétt að nefna þá trú að sankti Pétur hafi ...

category-iconTrúarbrögð

Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna?

Ritið sem við köllum Biblíu er í raun margar bækur enda þýðir orðið biblía bækur. Við skiptum Biblíunni oftast í tvennt og tölum um Gamla testamentið og Nýja testamentið. Í Gamla testamentinu eru 39 rit og það er upprunalega ritað að mestu á hebresku. Í Nýja testamentinu eru 27 rit og það var fyrst ritað á grísku....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta manneskjan til?

Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna? Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni?

Spurningin í heild hljóðar svona:Hvað þýðir nafnið Hekla (fjallið)? Er til útskýring á því hvers vegna fjöll hafa kvenkyns nöfn svo sem Katla, Esja og svo framvegis? Nafnið Hekla hefur oft verið talið merkja ‚kápa með hettu‘ en einnig ‚kambur til að kemba hör eða lín‘. Á þeim tíma sem fjallið fékk nafnið hefur þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi rauði þráður?

Orðið þráður hefur fleiri en eina merkingu. Það merkir ‘band, ullarband, tvinni’, ‘taug, strengur’ og ‘uppistaða, burðarás, samhengi’. Sú síðasta á sennilega best við í samböndunum að eitthvað sé rauði þráðurinn í einhverju eða að eitthvað gangi eins og rauður þráður gegnum eitthvað ef litið er til upprunans. Í dö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af?

Látrabjarg er svokallað standberg í Vestur-Barðastrandasýslu. Það skiptist í fjóra hluta: Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg. Skiptingin er tilkomin vegna þess að bæir nálægt bjarginu eignuðu sér tiltekna hluta bjargsins. Þetta voru bæirnir Hvallátrar, Saurbær á Rauðasandi, Breiðavík og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?

Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins g...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?

Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir: Margur verður af aurum api?

Margur verður af aurum api er ljóðlína í Hávamálum sem teljast eitt af Eddukvæðum. Þau voru skrifuð niður á 13. öld en höfðu lifað lengi í munnmælum. Fyrri hluti 75. erindis er þannig: Veita hinn er vætki veit, margur verður af aurum api. veit-a: veit ekki, -a er neitandi viðskeyti vætki: ekkert ap...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við gilli-gill þegar við kitlum lítil börn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju segjum við "gilli-gill" þegar við kitlum einhvern? Hefur það einhverja merkingu? Það er vel þekkt að orð eru löguð til þegar verið er að tala við lítil börn. Eitt dæmi er orðið snuð 'eins konar tútta’ sem breyttist í snudda og aftur í dudda, til dæmis ,,Hvar ...

Fleiri niðurstöður