Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning?
Síþreyta er sjúkdómur sem getur herjað á fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, en er algengust meðal yngri kvenna. Stundum fylgir síþreyta í kjölfar flensu, lungnabólgu eða annarrar sýkingar en það er þó langt frá því að vera algilt. Sumir telja sjúkdóm í miðtaugakerfi orsök síþreytu en aðrir að sjúkdómurinn sé a...
Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?
Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður barda...
Hvernig eru Elo stig í skák reiknuð út?
Mönnum hefur lengi verið hugleikið að fá úr því skorið hver sé besti skákmaður heims og ekki síður að leggja mat á það hvar einstakir skákmenn standa hvor gegn öðrum. Áður en Elo-stigin komu til sögunnar var ekki til neitt samræmt kerfi til stigaútreikninga. Á Ísland fann skákfrömuðurinn Áki Pétursson (1913-1970) ...
Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þurfa krókódílar ekki að ná neinni lágmarksstærð til að þykja herramannsmatur. Eflaust er hægt að borða soðin krókódílaegg í morgunmat ef menn hafa lyst á. Framleiðsla á krókódílakjöti er hliðargrein í framleiðslu á krókódílaskinni og þess vegna ákvarðast aldur krókódíls til slá...
Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því?
Lyktarskynið getur tapast skyndilega til dæmis við högg á höfuðið, sérstaklega við harkalegan skell á enni eða hnakka. Lyktartaugarnar ganga í gegnum þunna beinplötu sem skilur að nefhol og heilahvolf. Við þungt högg getur þessi beinplata brotnað og lyktartaugarnar rofnað. Slíkur skaði er varanlegur og mun þetta ...
Hvar í heiminum lifa tígrisdýr?
Útbreiðslukort tígrisdýra í heiminum í dag. Núlifandi tígrisdýrum (Panthera tigris) er skipt í fimm deilitegundir sem allar lifa í austanverðri Asíu. Deilitegundirnar eru Bengaltígrisdýrið (Panthera tigris tigris), sem finnst aðallega á Indlandi en einnig að nokkru leyti í Nepal og Bútan og örfá dýr eru á afske...
Eru stjörnuspár sannar?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...
Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?
Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er: að 'tryllast' eða 'brjálast' að 'verða mjög æstur/reiður yfir einhverju' eða 'fá eitthvað á heilann' að 'verða ofsafenginn' eða 'ofbeldisfullur' verða 'kynferðislega ágengur' (sem einnig mætti kalla að vera 'kvenýgur'...
Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?
Uppröðun atóma í demanti Uppröðun atóma í grafíti Flestir vita að frumefnið kolefni finnst í náttúrunni bæði sem grafít og demantur. Þriðja formið, knattkol, er svo hægt að mynda. Við fyrstu sýn kann að virðast fráleitt að grafít, svart og mjúkt efni sem gjarnan er notað til að minnka núning og slit milli sner...
Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...
Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?
Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...
Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?
Spyrjandi bætir líka við:Hve langt í burtu eru þessar stjörnur, og hvað eru þær?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar á jörðinni er mögulegt að sjá flestar stjörnur? Er það á pólunum? (Valgerður Bergmann)Hvernig hreyfast stjörnur og sjá allir það sama á himninum? (Hrafnhildur Runólfsdóttir)Hvað er ...
Hvers vegna hverfur lyktarskynið?
Lyktar- og bragðskyn eru nátengd. Bragðlaukarnir sem skynja bragð eru á tungunni og lyktarsvæðið sem skynjar lykt er efst í nefholi. Bragð eins og súrt eða sætt getum við skynjað án lyktarskyns en flóknari tegundir bragðs getum við aðeins skynjað rétt með samspili bragðs og lyktar. Lykt og bragð veitir okkur ý...
Er einhver byggð á Baffinslandi?
Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs. Nokkur lítil þorp o...
Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?
Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars...