Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5293 svör fundust
Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?
Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...
Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?
Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum ...
Hvers vegna er vetni svona eldfimt?
Vetnisgas er lofttegund sem gerð er úr léttasta frumefninu, vetni[1], sem hefur einkennisbókstafinn H samkvæmt táknmáli efnafræðinnar. Vetnisgasið samanstendur af sameindum og í hverri þeirra eru tvær vetnisfrumeindir. Sameindirnar eru táknaðar sem H2. Sameindir vetnisgassins geta gengið í efnasamband við súrefni ...
Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...
Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?
Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík! Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra D...
Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...
Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?
Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt. Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru sí...
Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...
Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þurfa krókódílar ekki að ná neinni lágmarksstærð til að þykja herramannsmatur. Eflaust er hægt að borða soðin krókódílaegg í morgunmat ef menn hafa lyst á. Framleiðsla á krókódílakjöti er hliðargrein í framleiðslu á krókódílaskinni og þess vegna ákvarðast aldur krókódíls til slá...
Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?
Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...
Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...
Er ál að finna í einhverjum matvælum?
Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum. Í sum matvæli, svo se...
Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?
Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...
Er hægt að frysta eld?
Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...