Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Kennarinn minn segir að í stærðfræði séu engar undantekningar frá útreikningsaðferðum, er það rétt?

Svarið fer eftir því hvað átt er við með „undantekningar“. Þegar stærðfræði er sett fram á kórréttan hátt á alltaf að vera sagt skýrt, fyrir hvaða verkefni aðferð dugar, og aðferðin á að duga án undantekninga í öllum tilvikum sem sagt er að hún dugi. Þannig séð verkar aðferðin án „undantekningar“. Ef við h...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?

Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er glerharpa?

Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta krókódílar hlaupið hratt?

Krókódílar virðast vera silalegar skepnur og það er óþekkt að þeir hafi hlaupið uppi bráð. Hins vegar búa krókódílar yfir óvenju mikilli snerpu og geta komið væntanlegri bráð sinni á óvart með árás úr launsátri. Þessi veiðiaðferð er nánast algild meðal landskriðdýra enda eru þau afar úthaldslitlar skepnur. Kr...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?

Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?

Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?

Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?

Framtíð mannanna hefur verið dálítið misjafnlega björt á undanförnum áratugum. Um tíma héldu ýmsir að mannkynið kynni að tortíma sjálfu sér með kjarnorkustyrjöldum en nú hafa flestir líklega ekki trú á því. Og þó að vel geti farið svo að mönnum verði á alvarleg mistök í umhverfismálum þurfa þau engan veginn að lei...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju stökkbreytist allt?

Stökkbreytingar í erfðaefni einstakra lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Sumar verða til dæmis þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum, en aðrar verða í frumum án þess að neitt sérstakt sé um að vera, til dæmis fyrir áhrif ytri geislunar...

category-iconEfnafræði

Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum?

Hvítu kúlurnar eru rakadræg efni sem hindra rakamyndun í nálægu rými. Slík þurrkefni eru oft sett í umbúðir með tækjum og hlutum sem eru viðkvæm fyrir raka, til dæmis nákvæmum mælitækjum eða tólum sem vatn gæti tært. Stundum eru efni af þessu tagi sett í ílát með matvælum. Raki er þar óæskilegur því hann skapar sk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?

Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?

Vísindavefurinn fær oft spurningar um það hvort dýr af mismunandi tegundum geti átt saman afkvæmi. Um það gildir sú grunnregla að þeim þeim mun minni skyldleiki sem er á milli tegunda, þeim mun minni líkur eru á frjóvgun. Til dæmis geta kettir innan ættkvíslar stórkatta (Panthera) átt saman afkvæmi, sem að vísu er...

category-iconHugvísindi

Hvað er lúsalyng?

Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng. Krækiberjalyng eða lúsalyng. Elstu dæmi í söfnum Orðabóka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sjá súrefni?

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?

Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...

Fleiri niðurstöður