Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9287 svör fundust
Hvaða dýr lifa villt á Írlandi?
Dýralíf á Írlandi er sæmilega fjölskrúðugt þó tegundafjöldinn sé talsvert minni en á öðrum svæðum á svipaðri breiddargráðu vegna einangrunar eyjunnar. Umfjöllunin hér á eftir er bundin við hryggdýrafánu Írlands til þess að svarið verði ekki allt of langt. Fyrst ber að nefna spendýrin en um 30 spendýrategundir ...
Hvernig verður framtíðin?
Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...
Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?
Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...
Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?
Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...
Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?
Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...
Hvernig varð Miðjarðarhaf til?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...
Er æskilegt að urða lífrænan heimilisúrgang eins og matarúrgang?
„Nei“ er stutta svarið við þessari spurningu. Frá umhverfislegu sjónarmiði er urðun lífræns heimilisúrgangs (lífúrgangs) aldrei æskileg og reyndar ekki urðun annarra úrgangsflokka heldur. Fyrir þessu eru í aðalatriðum tvenns konar rök: 1. Auðlindarök Þegar efni er urðað er verið að taka úr umferð allar þær auð...
Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...
Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?
Vel er spurt og af miklum fróðskap. En þeim sem ætlað er að svara hlýtur að verða ónotalega við. Spurningin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varpað fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heiðrek konung. Í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Ges...
Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað u...
Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?
Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...
Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?
Eldveggur eða netvörn (e. firewall) er búnaður sem gerir hvort tveggja að tengja innri net við Alnetið (Lýðnetið; Internetið) og takmarka samskipti milli innra netsins (enska: intranet) og Alnetsins. Eldveggurinn er á innra netinu og hefur bein samskipti bæði við tölvur á innra netinu og við tölvur á Alnetinu, uta...
Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?
Hesturinn hefur verið ræktaður víða um lönd um þúsundir ára. Mikill breytileiki getur verið í stærð hesta frá einu landssvæði til annars. Þannig hafa hestar í Norður-Noregi verið smávaxnir og eins hafa hestar á Hjaltandi verið litlir. Bæði Hjaltlandshesturinn og íslenski hesturinn munu vera komnir út af norðurnor...