Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?
Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...
Hvar finnast blóðsugur eða iglur?
Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...
Hvað er vísitölufjölskylda?
Upprunalega spurningin var: Hvernig er vísitölufjölskylda samsett og á hvaða aldri er fólkið? Hvar má finna reglugerð um samsetningu slíkrar fjölskyldu sem og reglur fyrir hvað skal vera innihald í neyslu slíkrar fjölskyldu? Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölsky...
Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?
Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og ...
Hvað þýðir P.S.?
Skammstöfunin P.S. eða PS er notuð í mörgum málum og vísar í latneska orðið postscriptum sem þýðir 'eftirskrift, eitthvað sem skrifað er á eftir' (eiginlega lýsingarháttur þátíðar af sögninni postscribere, 'að skrifa á eftir'). Í bréfum er þessi skammstöfun oft sett á undan því sem bréfritari bætir við eftir að...
Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?
Orðið libero er í ítölsku orðabókinni okkar. Það er lýsingarorð og þýðir 'frjáls', 'laus', 'ólofaður'. Orðið gæti sjálfsagt verið til í fleiri tungumálum enda er það af þekktum latneskum stofni. Lýsingarorðið heitir á latínunni liber og skyld því eru orð eins og liberatio, 'frelsun', libertas, 'frelsi', liberi, 'b...
Eru til einhverjar fastar skilgreiningar á því hvað er kallað fjall og hvað hóll?
Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa. Örnefn...
Hvað eru margir bílar á Íslandi?
Í árslok 1999 voru 170.837 bílar á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fólksbílar fyrir 1-8 farþega eru þar af 151.409. Á meðfylgjandi myndriti má sjá þróun bílaeignar í 50 ár. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað eru margir bílar í Reykjavík? eftir EDS Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum? eft...
Hver er uppruni orðsins „laukur“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðið laukur hefur verið rakið til indóevrópskrar rótar (*leug-) sem merkir að 'beygja'. Orðið er til í grannmálunum, sbr. nýnorsku lauk, sænsku lök, dönsku løg, færeysku leykur. Í öðrum germönskum málum má nefna fornensku léac, nútímaensku leek, fornháþýsku louh, nútímaþýsku Lauch í merkingunni 'púrra, blaðlaukur...
Hvað skiptast indóevrópsk tungumál í marga flokka?
Vaninn er að skipta indóevrópskum málum í tvo yfirflokka, svokölluð kentum-mál og satem-mál, en þessum flokkum aftur í alls ellefu undirflokka. Kentum og satem draga nafn af því hvort orðið 'hundrað' hafði lokhljóðið c (k) í framstöðu, sbr. latínu centum 'hundrað' eða önghljóðið s, sbr. indversku satám 'hundrað'. ...
Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla?
Talað er um halla á viðskiptum við útlönd ef land hefur minni tekjur af útflutningi á vörum og þjónustu en það ver til kaupa á innfluttum vörum og þjónustu. Til að greiða fyrir þetta er hægt að selja útlendingum erlendar eða innlendar eignir landsmanna eða taka erlend lán. Hversu langt er hægt að ganga án þess að ...
Hvað er jojoba-olía sem notuð er í baðvörur?
Jojoba-olía er unnin úr jojoba-runnanum (Simmondsia chinensis), sem er af fagurlimsætt (buxaceae). Hann er upprunninn í Suðvestur-Bandaríkjunum og Norður-Mexíkó og getur orðið um tveir metrar á hæð. Sums staðar er jojoba-runninn notaður í limgerði en nú er hann í vaxandi mæli ræktaður í Kaliforníu vegna olíunnar s...
Hvaðan kemur málshátturinn 'Lengi býr að fyrstu gerð'?
Ekki hefur tekist að finna svar við þessari spurningu. Flestir, sem ég hef spurt, þekkja þetta en enginn hefur getað nefnt upprunann enn sem komið er. Ýmsir hafa giskað á Íslendingasögur en leit í orðstöðulykli sýnir að svo er ekki. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið ...
Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim?
Það er enginn vafi á því, ef greiðsla er lögð inn á reikning einhvers vegna hreinna mistaka, að þá á greiðandinn rétt á því að fá greiðsluna endurgreidda frá reikningseigandanum. Öðru máli getur gegnt ef greiðandinn greiðir ranglega í þeirri trú að honum sé það skylt (til dæmis vegna þess að krafa sem er greidd er...
Er til fjall sem heitir Paramount og ef svo er, hvar er það?
„Fjallið“ Paramount er auðvitað þekktast sem merki Paramount Pictures. Engar heimildir styðja það að Paramount sé raunverulegt fjall en fólk hefur líkt því við ýmis fjöll víða um heim. Fjallið Artesanraju í Perú er þekkt sem fyrirmynd Paramount-merkisins enda eru þau mjög lík, en þó ekki nákvæmlega eins. ...