Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3177 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?

Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru. Hugtökin jötunn, tröll og risi eru náteng...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?

Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist drá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er talað um að menn séu apar?

Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum. Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?

Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum. Halldór Halldórsson getur sér þess til í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um syndaseli, eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr?

Orðið syndaselur er notað um þann sem talið er að hafi syndgað mikið, brotið af sér. Hann getur verið mesti þrjótur. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Fyrirmyndin er líklega danska orðið syndebuk sem aftur er komið í dönsku úr þýsku Sündenbock. Merkingin þar er ‛blóraböggull’,...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er hægt að segja til um hvaðan vatnið kom?

Haraldur og Sigurður eru mikið fyrir ýmiss konar þrautir en þeir skiptast gjarnan á og leggja þrautir hvor fyrir annan. Nú er komið að honum Haraldi. Hann tekur tvær tómar hálfslítra plastflöskur og fyllir þær af vatni. Því næst nær hann í skúringafötu og segir við Sigurð:Þú þarft að tæma úr báðum plastflöskun...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?

Já, það hafa fæðst eineggja þríburar og jafnvel eineggja fjórburar og fimmburar, en slíkt er afar sjaldgæft. Þríburar geta ýmist verið eineggja, tvíeggja eða þríeggja. Þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt verða til eineggja tvíburar en ef önnur dótturfruman klofnar svo aftur í tvennt verða til eineggja þríburar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?

Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?

Tíðni sykursýki er mjög lág á Íslandi einkum hjá íslenskum konum. Þekktir erfðaþættir skýra ekki þennan mun því þeir eru svipaðir og annars staðar. Hár þyngdarstuðull er áhættuþáttur sykursýki en fólk á Íslandi hefur hærri þyngdarstuðul en flestir Evrópubúar. Ólíklegt er að hreyfing sé meiri hér en annars staðar í...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?

„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það?

Sennilega kemur Malakoffpylsan upphaflega frá Rússlandi. Að minnsta kosti er hún talin sem rússnesk pylsa í þýskumælandi löndum. Sagt er að í hana þurfi meðal annars nautatungu og svínafitu. Hvernig og hvaðan Malakoff-pylsan barst til Íslands er ekki vitað. Líklegast upphaflega frá Danmörku því að í gömlum auglýsi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?

Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til? er fjallað um svonefnda árekstrarkenningu: Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þess. ... Fjórða kenningin, árekstrarkenningin, kom fram árið 1975 þeg...

Fleiri niðurstöður