Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1956 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?

Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?

Þorvaldur Gylfason, fæddur 1951, er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er jafnframt rannsóknarfélagi við CESifo-stofnunina í Háskólanum í München. Eftir hann liggja 20 bækur, um 300 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum, nálega 1.000 blaðagreinar og um 100 sönglög. Þorvaldur ...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017. Rannsóknir Br...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?

Frægasta rigning Íslandssögunnar var við stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Flestir sem rifja upp þátttöku sína þann gleðiríka dag, er Ísland varð á ný frjálst og fullvalda eftir 700 ár undir erlendum yfirráðum, muna eftir hellidembum og rennblautum fötum. Mörgum fannst nóg um rigninguna en ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lesblinda? Er hægt að lækna hana?

Orðið lesblinda Lesblinda er íslensk þýðing á orðinu dyslexia sem er notað í flestum erlendum málum. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar börn eiga í erfiðleikum með að læra að lesa þótt orðið sé einnig haft um það þegar fólk glatar lestrarhæfni við afmarkaða heilaskaða. Íslenska orðið lesblinda virð...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?

Þarf forsetabústað? Svo virðist sem að ekki hafi annað komið til greina en að forseti íslenska lýðveldisins hefði opinberan bústað eins og aðrir þjóðhöfðingjar. Gengið var út frá því að hann þyrfti húsnæði þar sem hægt væri að halda fundi og taka á móti innlendum og erlendum gestum, þar á meðal kóngum, drottningu...

category-iconLæknisfræði

Hvernig bregst líkaminn við súrefnisskorti í mikilli hæð?

Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíðaiðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metrar yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?

Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?

Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafræ...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?

Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?

Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu: Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin? Svar við fyrri spurningu: Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jö...

category-iconHugvísindi

Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?

Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...

category-iconLögfræði

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

category-iconStærðfræði

Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?

Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...

Fleiri niðurstöður