Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3179 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?

Eitt helsta einkennið sem skilur að spendýr og önnur hryggdýr er sá hæfileiki að geta alið ungviði sitt á næringarríkri mjólk sem framleidd er í spenum (e. mammary glands). Það er hins vegar afar erfitt að svara nákvæmlega spurningunni um hvernig spenarnir komu til í þróun þessa hóps dýra. Ýmsar kenningar haf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kemur blóð þegar við dettum?

Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um beiður?

Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr o...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ský á auga?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir? Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtími...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er ofsakláði?

Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum. Eitt af einkennum...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?

Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...

category-iconLangholtsskóli

Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?

Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr b...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjir voru Rómúlus og Remus?

Samkvæmt þjóðsögum voru tvíburarnir Rómúlus og Remus stofnendur Rómar. Venjan er að miða við dagsetninguna 21. apríl árið 753 f.Kr. þegar sagt er að farið hafi verið að grafa fyrir borgarmúrunum. Rómúlus og Remus voru synir Rheu Silvíu, dóttur Númitors sem var konungur í borginni Alba Longa. Númitor átti yngri...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?

Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?

Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var m...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?

Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum. Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 c...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu?

Hér er ekki alls kostar auðvelt að sjá hvað spyrjendur eiga við og við ræðum því nokkra kosti. Geimverur í merkingunni lífverur frá öðrum hnöttum hafa ekki komið til jarðar svo að vitað sé með vissu. Geimverur sem okkur er nú þegar kunnugt um eiga því ekki eftir að "fara til" heimsálfunnar Evrópu (e. Europe). ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?

Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verpa svartþrestir á Íslandi?

Svartþröstur (Turdus merula, e. blackbird) er afar algengur víða í Evrópu en nokkuð nýlegur landnemi á Íslandi. Hann verpti fyrst hér á landi í Reykjavík árið 1969 og reglulega eftir 1991. Eftir síðustu aldamót fór stofninn mjög vaxandi og er svartþröstur nú algengur varpfugl í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann verp...

Fleiri niðurstöður