Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4360 svör fundust

Getur þú sagt mér allt um marhnút?

Marhnútur (Myoxocephalus scorpius scorpius) hefur ekki notið mikilla vinsælda meðal bryggjudorgara í gegnum tíðina þar sem hann hefur þótt óætur og því lítið við veiðina að gera. Marhnúturinn er þó í rauninni vel ætur en hefur ekki þótt góður matfiskur vegna þess hversu illa haldinn hann getur verið af sníkjudýrum...

Nánar

Eru kindur nagdýr?

Spyrjandi bætir svo við: Kindurnar hjá okkur naga allt! Svo sem tréspýtur, putta, járn og saltsteina! Nei! Kindur tilheyra ættbálki spendýra sem nefnist klaufdýr (Artiodactyla) en í þeim ættbálki eru mörg dýr sem við þekkjum vel á Íslandi, sem húsdýr (nautgripir, svín og geitur) eða innflutt eins og hreindýr. En...

Nánar

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

Nánar

Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?

Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...

Nánar

Hver er stærsti tannhvalur í heimi?

Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið sta...

Nánar

Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?

Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2. Gosinu ...

Nánar

Hvaðan kemur vatnið í fossa?

Fossar verða þar sem þrep eru í farvegi árinnar, misstór og stundum fleiri en eitt, til dæmis tvö í Gullfossi. Vatnið í öllum ám er regnvatn sem safnast hefur í árfarveginn með ýmsum hætti, með lækjum (dragár), úr uppsprettum eða stöðuvötnum (lindár), úr jökulbráð (jökulár). Á einhverjum tímapunkti féll allt það...

Nánar

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

Nánar

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?

Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...

Nánar

Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?

Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...

Nánar

Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?

Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik land...

Nánar

Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?

Upprunalega spurningin var: Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls? Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stær...

Nánar

Fleiri niðurstöður