Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2175 svör fundust

Hvernig nýtast persónulegar dagbækur við rannsóknir og fræðistörf?

Hafa persónulegar dagbækur verið nýttar í rannsóknum á Íslandi í öðrum fræðigreinum en sagnfræði? Já, dagbækur hafa verið notaðar sem heimildir í margvíslegum rannsóknum innan ólíkra fræðigreina og nýtast þar vel. Þær hafa meðal annars verið notaðar til rannsókna á veðurfarssögu, bæði í landafræði og veðurfræði...

Nánar

Af hverju er mikið líf í hafinu?

Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...

Nánar

Hvað er keilusnið?

Keilusnið (e. conic sections) kallast þeir ferlar sem fást þegar keila er skorin með plani eða sléttu. Venja er að byrja með tvöfalda keilu eins og sýnd er á myndinni hér til hliðar. Keilusnið eru flokkuð í þrjá flokka: sporbauga (enska ellipse), fleygboga (enska parabola) og gleiðboga (enska hyperbola, stundum lí...

Nánar

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

Nánar

Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?

Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...

Nánar

Hvað er að skilja atburð?

Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá...

Nánar

Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?

Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...

Nánar

Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?

Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð vegna þess að taldar eru meiri líkur á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni (HIV) en gagnkynheigðir karlar eða konur yfirleitt, hvort sem þær eru samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir karlar eru því í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim...

Nánar

Getur stéttarfélag afsalað sér verkfallsrétti svo að bindandi sé?

Samkvæmt 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að beita verkföllum og verkbönnum til þess að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til að vernda þann rétt sem þeir hafa samkvæmt þessum sömu lögum. Þess...

Nánar

Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? má lesa almenna skýringu á því hvað felst í orðunum veðrun og rof en orðið jökulrof vísar til þess náttúrufyrirbæris sem rofinu veldur, það er að segja skriðjökla. Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást h...

Nánar

Hver var Drakúla?

Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...

Nánar

Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?

Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið. Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sát...

Nánar

Af hverju melta meltingarfærin ekki sjálf sig um leið og þau melta fæðu?

Þetta er mjög góð spurning, því að líkami okkar er einmitt gerður úr sams konar efnum og eru í fæðu. Bæði magasýra og meltingarensím gætu stuðlað að niðurbroti meltingarfæra, en gera það ekki. Magasýrufrumur í magaslímu, innsta lagi meltingarvegarins, seyta saltsýru (HCl) út í magaholið. Magavökvinn þar getur ...

Nánar

Fleiri niðurstöður