Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 177 svör fundust

Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?

Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...

Nánar

Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?

Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sner...

Nánar

Af hverju ertu prófessor?

Vísindastörf eru skemmtileg störf að mínu mati. Það er gaman að fylgjast með framvindu þekkingarinnar, velta henni fyrir sér og leggja ef til vill eitthvað af mörkum sjálfur. En það er að sjálfsögðu líka ögrandi og krefjandi á köflum; það verður enginn vísindamaður nema hann hafi brennandi áhuga á fræðigrein sinni...

Nánar

Hvað er kulnun í starfi?

Það er talað um kulnun í starfi þegar fólk getur ekki sinnt vinnunni sinni á fullnægjandi hátt lengur vegna þess að því finnst það vera örþreytt og úrvinda, hefur streitueinkenni, er sinnulítið um vinnuna, hefur litla starfslöngun og finnst það vanhæft til að sinna skyldum sínum á vinnustað. Auðvitað er fólk mi...

Nánar

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

Nánar

Hvert var framlag Janusz Korczak til uppeldis- og menntamála?

Pólski barnalæknirinn, uppeldisfræðingurinn og rithöfundurinn Henryk Goldszmit (1878-1942) er betur þekktur undir rithöfundanafninu Janusz Korczak. Hann var af gyðingaættum og ólst upp við velsæld í samheldinni lögfræðifjölskyldu. Korczak var einn af þeim barnalæknum, við upphaf 20. aldar, sem beittu sér fyrir ...

Nánar

Hvaða atvinnumöguleika hafa stjarneðlisfræðingar á Íslandi?

Flestir starfandi stjarneðlisfræðingar á Íslandi sinna rannsóknum, hver á sínu sérsviði. Til dæmis á öflugum sprengistjörnum, eða á eiginleika vetrarbrauta í árdaga alheims og sumir rannsaka eiginleika alheimsins sjálfs. Þeir sinna líka kennslu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi. Flestir starfandi stjarneð...

Nánar

Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?

Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...

Nánar

Hvernig verða óshólmar til?

Óshólmar eru hluti af óseyrum, en þær myndast í náttúrunni þegar straumvatn fellur til hafs eða stöðuvatns. Óseyrar eru oft kvíslóttar og vogskornar, þannig að fram kemur fjöldi óshólma eða landeyja. Í hverri óseyri takast á uppbyggjandi starf árinnar sem flytur set að óseyrinni og niðurrif öldugangs og sjávarfal...

Nánar

Gæti ég fengið að vita allt um skúma?

Skúmurinn (Stercorarius skua) er einkennisfugl sunnlensku sandanna. Helstu varpsvæði skúmsins eru á Mýrdals- og Skeiðarársandi. Hann er mjög sterklegur fugl og er sennilega þekktastur fyrir það hversu skörulega hann gengur fram í að verja hreiður sín. Skúmurinn er einnig öflugur í fuglaveiðum og veiðir ýmsar tegun...

Nánar

Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?

Samkvæmt 26. grein reglugerðar nr. 652/2004 er stuðningsfjölskylda aðili sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili. Þetta er meðal annars gert í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum ...

Nánar

Hver var Max Weber og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Þýski félagsfræðingurinn Max Weber fæddist 2. apríl 1864 og lést úr lungnabólgu 14. júní 1920. Þrátt fyrir tiltölulega skamma ævi er vísindalegt framlag Webers slíkt að hann telst, ásamt Karli Marx og Émile Durkheim, einn merkasti frumkvöðull nútímafélagsvísinda. Skrif hans spanna vítt svið og hafa, auk risahlutve...

Nánar

Fleiri niðurstöður