Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5955 svör fundust

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...

Nánar

Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?

Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...

Nánar

Hvað er innan í beinum einstaklings?

Beinin í okkur eru klædd seigri bandvefshimnu sem nefnist beinhimna. Þar fyrir innan er svonefnt þéttbein og í flestum beinum er einnig frauðbein sem er svampkennt. Í holrúmi beinanna er síðan svonefndur beinmergur. Rauður beinmergur eða blóðmergur myndar blóðkorn og hann er í öllum beinum á fósturskeiði. Hjá f...

Nánar

Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?

Já það er alveg öruggt að við höfum öll einhverja meðfædda hæfileika. Sem dæmi má taka hæfileikann til að læra tungumál. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast? kunnum við ekki tungumál þegar við fæðumst. Hins vegar hafa flestir hæfileika til þess að læra að tala ...

Nánar

Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?

Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...

Nánar

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?

Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...

Nánar

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?

Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...

Nánar

Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?

Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...

Nánar

Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?

Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...

Nánar

Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?

Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efnaformúlan er CH4. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft. Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en ei...

Nánar

Hvernig reiknar maður út flatarmál trapisu?

Trapisa er ferhyrningur sem hefur tvær hliðar sem eru samsíða. Fjarlægðin á milli samsíða hliðanna tveggja er kölluð hæð trapisunnar. Ef við vitum hæð trapisu og lengd samsíða hliðanna getum við reiknað út flatarmál hennar með einfaldri formúlu: trapisa með hæð h og samsíða hliðar af lengd a og c hefur flatarmálið...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?

Liðdýr eru að öllum líkindum sú fylking dýra sem inniheldur langflestar tegundir og hafa margir dýrafræðingar álitið að fjöldi liðdýra sé meiri en fjöldi dýrategunda í öllum öðrum fylkingum samanlagt. Jafnvel 80% allra dýrategunda tilheyra fylkingunni. Um fjölda núlifandi tegunda liðdýra er ekki vitað en menn hafa...

Nánar

Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?

Rómverska borgin Pompei grófst undir margra metra þykku lagi af vikri og ösku þegar Vesúvíus á Ítalíu gaus hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Þegar gosið hófst bjuggu um 25 þúsund manns í Pompei en hingað til hafa aðeins um tvö þúsund þeirra fundist í rústunum. Í lok eldgossins var borgin horfin og týnd. Uppgrö...

Nánar

Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?

Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...

Nánar

Fleiri niðurstöður