Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8408 svör fundust
Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?
Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...
Er til fleirtala af bókstafnum A?
Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja s...
Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?
Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á S...
Hvernig er stærðfræðileg sönnun þess að a + b = b + a og að (a + b) + c = a + (b + c) ef a, b og c eru rauntölur?
Þessar vel þekktu reglur eru kallaðar víxl- og tengiregla samlagningar. Ásamt nokkrum öðrum vel þekktum reglum um samlagningu og margföldun mynda þær grundvallaraðgerðir þeirrar algebru sem maður lærir í grunn- og menntaskóla. Þrátt fyrir að þær virðist einfaldar og eðlilegar er þó ekki hlaupið að því að sanna þær...
Hvað er Centaurus A?
Centaurus A (NGC5128) er afar einkennileg vetrarbraut í um 10 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni okkar. Vetrarbrautin, kennd við stjörnumerkið Mannfákinn (e. Centaurus), er risastór sporvöluvetrarbraut og nálægasta virka vetrarbrautin. Virkar vetrarbrautir hafa kjarna sem framleiðir meiri geislun en alli...
Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?
Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á þ...
Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?
Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf. Í fjölsky...
Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín?
Lýðheilsustöð og Matvælastofnun standa saman að vefsíðu með upplýsingum og fræðslu um helstu vítamín og steinefni. Þar segir meðal annars um A-vítamín:Góðir A-vítamíngjafar í fæðu eru lýsi og lifur, sérstaklega fisklifur en einnig lamba- og svínalifur. Þá er töluvert A-vítamín í mjólk, smjöri, osti, eggjum og smjö...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?
Þorvaldur Gylfason, fæddur 1951, er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er jafnframt rannsóknarfélagi við CESifo-stofnunina í Háskólanum í München. Eftir hann liggja 20 bækur, um 300 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum, nálega 1.000 blaðagreinar og um 100 sönglög. Þorvaldur ...
Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?
Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...
Hvað éta höfrungar?
Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...
Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?
Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna. Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hvað er fullkomnun?
Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...
Hvað er fullkomnun? - Myndband
Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...