Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2648 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru blakkahraun?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakk...

category-iconSálfræði

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?

Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?

Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn h...

category-iconHugvísindi

Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?

Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?

Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var lífið í gamla daga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir stundað?

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar, en það hefur leitt hana á fjölbreyttar slóðir siðfræði, fagurfræði, þekkingarfræði og verufræði. Do...

category-iconFornleifafræði

Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?

Á Íslandi, sem og annars staðar, eru aðallega þrjár tegundir minjastaða neðansjávar; sokkin búsetusvæði, skipsflök og flugslysastaðir. Í Evrópu eru sokkin forsöguleg búsetusvæði tiltölulega algeng þar sem að sjávarstaða var mun lægri á forsögulegum tíma en hún er í dag.[1][2] Á Íslandi eru engin forsöguleg búsetus...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?

Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Þingvallavatn til?

Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?

MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...

Fleiri niðurstöður