Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4683 svör fundust
Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?
Hér er einnig svarað spurningu Kötlu Sigurðardóttur: "Hvers vegna eru kettir sólgnir í fisk?" og spurningu Inga B.: "Af hverju finnst köttum fiskur svona góður, þrátt fyrir að hann geti varla verið í fæðukeðju þeirra?" Kettir veiða mest lítil spendýr, en rannsóknir á bæði heimilisköttum sem leita að fæðu úti ...
Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð og til dæmis í ensku og dönsku?
Orðin í dönsku og ensku sem vísað er til í spurningunni eru birthday og fødselsdag og í þýsku er notað orðið Geburtstag. Í íslensku er til samsvarandi orð sem er fæðingardagur en fyrri liðurinn í öllum þremur orðunum (birth, fødsel, Geburt) merkir einmitt „fæðing“. Orðið fæðingardagur kemur fyrir þegar í fornu mál...
Til hvaða heimsálfu teljast Hawaii-eyjar, Norður-Ameríku eða Eyjaálfu?
Hawaii telst landfræðilega til Eyjaálfu (heimsálfunnar Ástralíu eða Oceania) þó að eyjaklasinn sé hluti af ríkinu sem við köllum Bandaríki Norður-Ameríku. Þetta gerist á sama hátt og Grænland telst til Ameríku, Tyrkland norðan Hellusunds (Bosporus) telst til Evrópu og Síbería telst til Asíu þó að hún tilheyri ríki...
Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?
Sanskrít er gamalt indverskt tungumál. Skrifaðar voru bækur á sanskrít meðal hindúa á Indlandi. Sanskrít var líka töluð meðal hindúa. Sanskrít er tvenns konar, eftir tímabilum, vedic sanskrít og klassíska sanskrít. Vedic var lík máli sem talað var á Norðvestur-Indlandi frá 18. öld fyrir Krist. Vedic sanskrít var t...
Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?
Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári. En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetnin...
Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?
Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...
Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?
Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean ma...
Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?
Talið er að rúmlega 10% af þurrlendi Íslands sé hulið jöklum. Vatnajökull, sem er stærsti jökull í Evrópu og eitt stærsta jökulhvel utan heimskautalanda, er um 8300 km2 og hylur um 8% landsins. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km2 og Hofsjökull er á þriðji stærsti, um 900 km2. Stærsti jökull jarð...
Hvað felst í umritun og afritun gena?
Áður en lengra er haldið má benda á að gott er að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Umritun á við það þegar erfðaefnið (DNA) er notað sem mót við nýmyndun RNA sameinda. DNA keðja gens er tvíþátta og við umritun er tekið RNA umrit af öðrum þættinum. Þan...
Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál?
Erfitt er að segja til um hver fyrstur notar eitthvert orð nema saga fylgi orðinu eins og dæmi eru um. Elsta dæmi um þjóðarsál í safni Orðabókar Háskólans er úr bréfi Valtýs Guðmundssonar til stjúpa síns árið 1910. Hann segir: „Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk.” Næsta dæmi er s...
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...
Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?
Svartbakurinn (Larus marinus) er stærstur íslenskra máva og getur hann vegið rúmlega 2 kg og haft vænghaf allt að rúmlega 1,5 m. Svartbakurinn er fyrst og fremst sjómávur, hann verpir í jafnslétta dyngju og leggur ekki sérstaklega hart að sér við hreiðurgerðina. Eggin eru að meðaltali þrjú og fer varpið fram snemm...
Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?
Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi ...
Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?
Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin ...
Hvaða sveppur er á þessari mynd?
Upphaflega var fyrirspurnin svona: Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika. Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flug...