Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3302 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru allir tannhvalir ránhvalir?

Allir tannhvalir eru ránhvalir í þeim skilningi að þeir éta einvörðungu önnur dýr en ekki sviflæga þörunga eða þang. Tannhvalir (Odontoceti) eru einn af þremur undirflokkum hvala (einn undirflokkurinn er útdauður) og tilheyra langflestar hvalategundir þessum undirflokki, alls 69 af 81 tegund núlifandi hvala eða 85...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er til annað sólkerfi?

Já, það er til annað sólkerfi og reyndar allnokkur sem menn vita um með fullri vissu. Skilgreiningin á sólkerfi er þessi: Sólstjarna með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Fram til ársins 1990 var sólkerfið okkar það eina sem vitað var um með fullri vissu. Síðan þá hafa mörg önnur fun...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?

Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvað ólífræn efni eru og hver munurinn er á þeim og lífrænum efnum. Lífræn efni eru efnasambönd kolefnis nema koltvíoxíð, koleinoxíð og nokkur sölt. Þau finnast í lifandi verum, úrgangi frá þeim og leifum þeirra. Þau eiga það öll sameiginlegt a...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?

Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...

category-iconHugvísindi

Þurfa börn strangtrúaðra gyðinga ekki að læra stærðfræði?

Upphafleg spurning var svohljóðandi: Þessi spurning vaknar hjá mér vegna greinar á forsíðu Morgunblaðsins 22. ágúst 2000. Þar kemur fram að börn strangtrúaðra gyðinga í Ísrael þurfa ekki að læra fög eins og stærðfræði. Hvað veldur?Flestir gyðingar í heiminum eru búsettir í tveimur löndum, Ísrael og Bandaríkjunum....

category-iconVísindi almennt

Af hverju er hundum svona illa við póstburðarfólk og hvað er til ráða?

Hér má spyrja á móti: Hvað annað ætti þeim að vera illa við eða hvers vegna ætti þeim ekki að vera illa við bréfbera? Hundum af mörgum deilitegundum eða kynþáttum er illa við ókunnuga. Forfeður þeirra og formæður hafa verið tamdir meðal annars með það í huga að þeir ættu að gera viðvart um mannaferðir og jafnve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?

Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Afríku?

Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...

category-iconEfnafræði

Hvað er neon?

Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Er illu best aflokið? Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“? Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er glópagull og hvernig verður það til?

Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...

category-iconEfnafræði

Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið? Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?

Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...

category-iconLæknisfræði

Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?

Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er vitað hversu mikil áhrif keltneska hafði á íslensku á landnámstímanum. Eru til dæmis einhver tökuorð úr keltnesku algeng í daglegu máli?

Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er ...

Fleiri niðurstöður