Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5226 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram?

Talað er um skuldsett kaup á fyrirtæki (e. leveraged buyout) þegar kaupendur leggja ekki fram nægt eigið fé til að kaupa allt hlutafé þess á markaðsvirði. Til að greiða fyrri eigendum fyrir hlutaféð þarf því að koma til lánsfé. Ýmist taka kaupendurnir sjálfir lán eða þeir láta fyrirtækið sem þeir voru að eignast t...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?

Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þes...

category-iconHugvísindi

Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?

Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?

Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...

category-iconLögfræði

Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?

Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðj...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?

Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?

Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar reikistjörnur?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er metafóra?

Metafóra er hljóðlíking gríska orðsins metaphora sem hefur verið íslenskað með hugtakinu myndhvörf. Gríska orðið merkir bókstaflega 'að bera yfir' eða 'yfirfærsla' og á sérstaklega við um það þegar merking orðs færist af einu sviði yfir á annað. Þegar við tölum um borðfætur beitum við myndhvörfum. Samkvæmt kla...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?

Íslensk málstöð (nú Árnastofnun) lét taka saman skrá yfir landaheiti og þar er sýnt hvaða íslensku heiti við notum yfir löndin og íbúa þeirra. Á vefsetri Árnastofnunar er að finna nánari upplýsingar auk eintölumyndar íbúaheita. Þarna kemur fram að Portúgalar búa eða koma frá Portúgal. Portúgal er eitt þriggj...

category-iconEfnafræði

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?

Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...

category-iconVísindavefurinn

Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!

Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi. Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að...

category-iconLæknisfræði

Hvert er ferlið við faðernispróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér. Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsi...

Fleiri niðurstöður