Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 763 svör fundust
Geta flóðhestar lifað á Íslandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Geta flóðhestar lifað á Íslandi? Ef svo er, er þá hægt að eiga þá svona eins og gæludýr? Sjálfsagt er hægt að halda flóðhest hér á landi við manngerðar aðstæður innandyra og hluta úr ári utandyra. Flóðhestar virðast að minnsta kosti þrífast ágætlega í dýragörðum víða um heim ...
Er hægt að auka melanín í líkamanum?
Melanín er litarefni húðar og hárs. Hversu mikið melanín er í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Talsvert hefur verið fjallað um melanín á Vísindavefnum, til dæmis í eftirfarandi svörum eftir sama höfund: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? ...
Af hverju eru til brjóst?
Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst s...
Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins?
Gæsir (Anser spp.) líkt og fjölmargar aðrar tegundir fugla koma hingað til lands sem og á aðra staði á kaldtempruðum svæðum og heimskautasvæðum jarðar þegar vorar og hlýnar í lofti. Þegar kólnar á haustin yfirgefa þær svo svæðin og leita suður á bóginn. Af hverju leggja þessar fuglategundir þetta ferðalag á sig...
Hvað er háfjallaveiki?
Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...
Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna? Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna? Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá? Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar ...
Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?
Upprunalega spurningarnar hljómuðu svona: Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þe...
Hvað er slímseigjusjúkdómur og hvað er algengt að fólk lifi lengi með hann?
Cystic Fibrosis (CF) er meðfæddur arfgengur sjúkdómur. Latneska heiti hans er fibrosis cystika. Íslenskt heiti hefur enn ekki verið fundið á sjúkdóminn, en nafnið slímseigjusjúkdómur er oft notað. Mismunandi er hvenær fyrstu einkenni CF koma í ljós. Sjúkdómseinkenni stafa af því að útkirtlar, sem eru meðal annars ...
Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?
Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...
Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...
Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?
Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation o...
Hvað eru skynsamleg rök?
Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að...
Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?
Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...
Af hverju fæðast börn sem albínóar?
Albínismi stafar af gölluðu litargeni. Þetta gen er víkjandi sem þýðir að barn þarf að fá það frá báðum foreldrum til þess að áhrifin komi fram. Hafi einstaklingur eitt eðlilegt litargen sjást engin merki um albínisma hjá viðkomandi. En eignist þessi einstaklingur barn með öðrum einstaklingi sem einnig hefur eit...