Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6137 svör fundust
Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju?
Í Mið-Austurlöndum ríkir bæði reiði og öfund í garð Bandaríkjanna, en líka aðdáun þar sem Bandaríkin hafa margt að bjóða sem þykir eftirsóknarvert. Yfirleitt eru mjög langar biðraðir fyrir utan öll sendiráð Bandaríkjanna. Í þeim bíður fólk sem vill fá vegabréfsáritun. Einnig er mikil neysla á bandarískum vörum...
Af hverju eru til mýflugur og hvaða gagn gera þær?
Stutta svarið er að mýflugur eru mikilvæg fæðutegund fyrir aðrar tegundir dýra. Ef mýflugur á Íslandi hyrfu mundi líka hverfa allur fiskur úr ám og vötnum. Þótt ótrúlegt megi virðast gegna allar lífverur einhverju hlutverki hér á jörðinni. Þetta hlutverk er oft ekki augljóst fyrir okkur mennina, en í lí...
Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?
Alls eru þekktar um 25 tegundir innan ættkvíslarinnar Amphiprion eða trúðfiska og finnast langflestar þeirra í hitabeltissjó. Hinn eiginlegi trúðfiskur (Amphiprion percula), sem stundum nefnist einnig anemónufiskur, er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur. Hann er frekar smár og verður vart meira en 8...
Hver fann upp flugvélina?
Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...
Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?
Kvef er veirusjúkdómur sem berst á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef. Vitað er um meira en 200 veirur sem geta valdið kvefi. Ekki hafa enn komið fram lyf sem geta læknað kvef og ekki er fyr...
Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?
Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...
Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?
Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635: ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle. Notkunin um framburð er eitthvað yngr...
Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve alge...
Eru geimverur stórar?
Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það. Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni...
Er rétt að ef maður klippir hárið þá vex það hraðar og ef svo er, af hverju gerist það þá?
Sú saga er lífseig að hár vaxi hraðar ef það er klippt. Staðreyndin er hins vegar sú að það breytir engu hversu oft og mikið hárið er klippt eða rakað, það vex ekkert hraðar en náttúran og genin ætla því. Fjallað er um hárvöxt í svari við spurningunni: Af hverju vex hárið? Þar segir meðal annars: Hár er myn...
Hvað er innri og ytri tími?
Tími er grundvallarþáttur í frásagnarbókmenntum og leikritum. Í bókmenntafræði er hugtakið ytri tími notað um tímann eins og við erum vön að hugsa um hann eftir dagatali. Ef frásögnin vísar á einhvern hátt til venjulegs almanakstíma, til dæmis ef sagt er eða gefið til kynna að atburðir eigi að gerast á tímum seinn...
Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa komið fram aðrar niðurstöður varðandi eldun á mat í örbylgjuofnum frá því þessi grein var skrifuð árið 2000? Ef átt er við hvort eitthvað nýtt hafi komið fram getur svarið ekki verið annað en: „Já“ - einfaldlega vegna þess að margir vísindamenn hafa áhuga á no...
Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á líka að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl? – samanber svar við spurningunni Á að skrifa Jörð eða jörð? Orðið tungl er notað um fylgihnött jarðarinnar en einnig almennt um fylgihnetti reikistjarna, til dæmis Mars hefur tv...
Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?
Gyðingakökur eru kringlóttar smákökur úr ljósu deigi með söxuðum möndlum og perlusykri ofan á. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur segir um nafnið á kökunum: þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmö...
Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...