Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4928 svör fundust
Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt. Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eð...
Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?
Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...
Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?
Með stærð á spyrjandi líklegast við hæð, svo í svarinu verður þessi skilningur lagður í spurninguna. Athugið einnig að hér er fjallað um stærsta háhýsi Evrópu, en hærri mannvirki eru til í álfunni, til að mynda hin ýmsu útvarpsmöstur. Í Evrópu eru fá af hæstu húsum heims. Svo virðist sem Evrópubúar séu ekki jaf...
Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?
Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina. Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega ...
Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?
Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert. Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þega...
Hvar verpa uglur á Íslandi?
Aðeins ein uglutegund verpir reglulega hér á landi en það er branduglan (Asio flammeus). Tvær aðrar uglutegundir hafa þó einnig fundist hér; snæuglan (Bubo scandiacus) er hér tíður en óreglulegur gestur og verpir ekki að staðaldri og hreiður eyruglu (Asio otus) hefur fundist að minnsta kosti einu sinni, í skógrækt...
Hvað er skarlatssótt?
Skarlatssótt er sjúkdómur sem orsakast af keðjukokkabakteríu (Streptococcus) af flokki A. Sú baktería veldur einnig hálsbólgunni sem margir kalla einfaldlega streptókokka. Skarlatssótt er algengust hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri og fylgir stundum áðurnefndri hálsbólgu. Bakterían sem veldur skarlatssótt...
Hvað eru til margar konur í heiminum?
Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...
Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum?
Lundinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Talið er að yfir 1 milljón varppara séu í Vestmannaeyjum en það er rúmlega þriðjungur af íslenska lundastofninum. Nánar má lesa um lundann í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um lundann? Þótt lundi...
Hver er algengasta paddan á Íslandi?
Orðið padda getur átt við ýmislegt. Til dæmis segjum við stundum við þá sem koma illa fram við okkur að þeir séu 'algjörar pöddur'. Eins er padda haft um litla krakka og smávaxna menn. En padda er einnig annað heiti yfir skordýr og í þessu svari gerum við ráð fyrir að spyrjandi hafi þá merkingu í huga. Það hafa...
Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?
Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu...
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?
Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...
Hvernig varð klukkan til?
Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar. Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þors...
Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?
Orðasambandið að eitthvað kosti kúk og kanil virðist ekki gamalt í málinu. Það hefur ekki komist inn í orðabækur eða orðtakasöfn en virðist mjög algengt á Netinu. Ekki er það heldur að finna í Slangurorðabókinni á Netinu. Merkingin er ‛lítið sem ekki neitt’. Ef eitthvað kostar kúk og kanil er það hræódýrt. A...
Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?
Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...