Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hafa rómverskir munir fundist hér á landi?
Sex rómverskir peningar hafa fundist hér á landi. Fjórir þeirra eru bronspeningar, svokallaðir Antoninianusar slegnir í kringum 300 e.Kr. Tveir þeirra fundust á Bragðavöllum í Hamarsfirði 1905 og 1933, í uppblásnum rústum ásamt gripum með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Sá þriðji fannst á víðavangi fyrir mynni H...
Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?
Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...
Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...
Er rangt að segja „eigðu góðan dag", og þá af hverju?
Orðasambandið Eigðu góðan dag er iðulega notað í kveðjuskyni, til dæmis í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta virðist ekki vera gamalt í málinu – elstu dæmi á timarit.is eru um 30 ára gömul. Næstum jafnlengi hefur verið amast við orðalaginu. Gísli Jónsson sagði til dæmis í þætti sínum um íslenskt mál í M...
Falla ritreglur undir málfræði?
Hugtakið ritreglur er tengt stafsetningu og greinarmerkjasetningu og merkir reglur um þær. Í mörgum samfélögum er stafsetning stöðluð eða jafnvel opinber. Það á til mynda við um íslensku. Núverandi reglur um ritun hennar eru ritreglur Íslenskrar málnefndar. Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem...
Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í ljósi svars við spurningu sem birt var á Vísindavefnum fyrir einhverju síðan (Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?) velti ég fyrir mér þeirri staðreynd, sem birtist á reikningum allra húsnæðiseigenda á Íslandi en það er liðurinn “verðbætur á vexti”! Uppru...
Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?
Í stuttu máli þá varð Ísland skattland eða hjálenda Noregskonungs á árunum 1262–64 þegar helstu höfðingjar landsins gengust undir vald hans. Það sama gilti um hinar eyþjóðirnar tvær í Norður-Atlantshafi, Grænland og Færeyjar. Færeyingar voru fyrstir til að ganga Noregskonungi á hönd, rúmum tveimur öldum fyrr, líkl...
Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?
Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...
Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?
Hér er einnig svarað spurningu Kötlu Sigurðardóttur: "Hvers vegna eru kettir sólgnir í fisk?" og spurningu Inga B.: "Af hverju finnst köttum fiskur svona góður, þrátt fyrir að hann geti varla verið í fæðukeðju þeirra?" Kettir veiða mest lítil spendýr, en rannsóknir á bæði heimilisköttum sem leita að fæðu úti ...
Hvað felst í umritun og afritun gena?
Áður en lengra er haldið má benda á að gott er að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Umritun á við það þegar erfðaefnið (DNA) er notað sem mót við nýmyndun RNA sameinda. DNA keðja gens er tvíþátta og við umritun er tekið RNA umrit af öðrum þættinum. Þan...
Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?
Erfitt er að meta íbúafjölda á Íslandi fyrir tíma fyrsta manntalsins 1703. Það hefur þó verið reynt, til dæmis hér á Vísindavefnum í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? Snorri Sturluson fæddist árið 1179 og lést árið 1241. Um tímab...
Hvert er bræðslumark gulls?
Bræðslumark gulls er við 1064,18 °C en við það hitastig er efnið ekki lengur á föstu formi og fer að bráðna. Suðumarkið er hins vegar við 2856 °C en þá er ómögulegt að hita efnið meira sem vökva og það breytist í gas. Sambærilegar upplýsingar um önnur frumefni er að finna á síðunni WebElements. Gull hefur sætis...
Af hverju er lífið til?
Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...
Hvað eru samlegðaráhrif?
Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope. Við getum ti...
Erfast skuldir frá foreldrum?
Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstakl...