Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5276 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?

Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir hnísan?

Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?

Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna. Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands?

Fyrir fáeinum árum hafnaði landbúnaðarráðherra umsókn um leyfi til að flytja íkorna til landsins. Rökin fyrir synjun voru aðallega þau að líklegt þótti að íkornarnir gætu sloppið út í íslenska náttúru. Ef svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér einhverjar br...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...

category-iconVeðurfræði

Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til? eru lægðir ekki algengari á einum tíma sólarhrings frekar en öðrum. Úrkoma fylgir oftast lægðakerfum, en ekkert bendir til þess að slík úrkoma falli frekar að nóttu en degi. Líkur á að snjór bráðni...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir textinn lorem ipsum?

Lorem ipsum merkir alls ekki neitt. Þetta er hins vegar brot úr latneskri málsgrein eftir rómverska stjórnmálamanninn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Í heild sinni er málsgreinin svona: nemo enim ipsam voluptatem, quia voluptas sit, aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos, ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er móbergshryggur?

Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?

Ekki tókst að finna upplýsingar um það hversu stór hluti af þjóðinni hefur á einhverjum tímapunkti setið í fangelsi. Á vef Fangelsismálastofnunar ríkisins Fangelsi.is eru hins vegar ýmsar upplýsingar um fanga og fangavist. .Þar má til dæmis sjá að árið 2006 voru að meðaltali 117,7 fangar í öllum fangelsum landsins...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára?

Nei það er ekki alls kostar rétt. Þegar við fæðumst er hnéskel til staðar en hún er hins vegar ekki að fullu beingerð. Það er venjulega ekki fyrr en börn eru á aldrinum 2 - 6 ára sem hnéskelin beingerist að fullu. Við 6 ára aldurinn ætti hnéskelin því að vera full mótuð. Í svari sínu við spurningunni Hvers vegn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getum við lifað á Mars?

Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?

Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó. Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari vi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju getum við ekki andað í vatni?

Öndunarfæri okkar, sem kallast lungu, hafa þróast til að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Lungun eru svampkenndur poki með flókinni innri byggingu og þau eru staðsett í brjóstholinu. Lungun samanstanda af barka sem gengur inn í þau, barkinn greinist síðan niður í berkjur og þær greinast ennfrekar niður í lungunum ...

Fleiri niðurstöður