Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað eru glitský?

Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...

category-iconÞjóðfræði

Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?

Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að fæðast með tennur?

Tennur mannsins ganga í raun í gegnum 4 þroskunarstig: Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna. Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar. Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi. Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk? Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er bretónska og hvað er gelíska? Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?

Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er líf eftir dauðann?

Þessari spurningu væri í fljótu bragði hægt að svara á þann hátt að samkvæmt skilningi raunvísindanna hefur hvorki tekist að sanna né afsanna þá fullyrðingu að líf sé eftir dauðann. Og síðan mætti fjalla um það að engu að síður hafa flestar þjóðir og flest menningarsamfélög einhvers konar hugmyndir um lífið eftir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?

Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því. Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur vald...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...

category-iconVísindi almennt

Hver gerði "broskarlinn"?

Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts. Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi a...

category-iconHagfræði

Hver er tilgangurinn með kennitölu?

Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis ei...

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Ítalíu?

Ítalía liggur að mestu leyti á Appennínaskaga, stórum og löngum skaga sem skagar langt út í Miðjarðarhafið og líkist, eins og frægt er, háhæluðu stígvéli. Ríkið nær líka yfir fjölmargar eyjar, tvær langstærstu eyjarnar eru Sikiley og Sardinía, sem eru jafnframt stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi. Skaginn og eyjarnar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?

Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru margir skólar í Reykjavík?

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna lista yfir allar stofnanir á hennar vegum. Þegar þetta er skrifað í júní árið 2010 má sjá að í Reykjavíkurborg eru starfræktir 94 leikskólar, 46 grunnskólar, 11 framhaldsskólar og 3 háskólar. Auk þess eru 25 tónlistarskólar. Þannig eru 179 skólar af öllum skólas...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju búum við ekki á tunglinu?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við búum á jörðinni en ekki tunglinu. Í fyrsta lagi þróaðist lífið á jörðinni en ekki tunglinu. Lífið eins og við þekkjum það þarfnast vatns og á tunglinu er ekkert vatn. Lífið hefði þess vegna ekki getað kviknað á tunglinu. Þó að menn geti ferðast til tunglsins væri erfitt fyrir...

Fleiri niðurstöður