Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7292 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Af hverju þarf maður að borða?

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn hjarnahvítukyrking?

Hjarnahvítukyrkingur (e. leukodystrophy) er flokkur sjaldgæfra arfgengra taugasjúkdóma sem einkennast af hrörnun hvíta efnis heilans vegna ófullkomins vaxtar eða þroska mýlisslíðursins (e. myelin sheath) umhverfis taugunga (e. neurons). Margir sjúkdómar teljast til hjarnahvítukyrkinga og einkenni og framgangur þe...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur J. Óskarsson rannsakað?

Guðmundur J. Óskarsson er fiskifræðingur á uppsjávarslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknir og starfssvið hans lúta að uppsjávarfiskum og þá einkum síld. Síldarrannsóknir Guðmundar og samstarfsmanna hafa meðal annars beinst að æxlun og nýliðun svo og sýkingu í íslenskri sumargotssíld. Þá má nefna ýmiskona...

category-iconMið-Austurlönd

Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?

Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?

Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað voru Púnverjastríðin?

Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti ánamaðkur sem hefur fundist?

Í hitabeltinu og á Suðurhveli eru allmargar mjög stórvaxnar ánamaðkategundir. Lengst af hefur verið álitið að stærsta tegundin væri Megascolides australis sem á heima í skóglendi nálægt Melbourne í Ástralíu. Lengd þessa ánamaðks er oft sögð vera 12 fet, eða um 360 cm. Sú staðhæfing virðist studd af ljósmynd sem ví...

category-iconFöstudagssvar

Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?

Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er". Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?

Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón. Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 1...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar?

Höfuðin fjögur á fjallinu Rushmore í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum eru af forsetunum George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Roosevelt. Andlitin eru um 20 metrar á hæð. Forsetarnir fjórir höfðu hver um sig mikil áhrif á þróun og sögu Bandaríkjanna. George Washington var til dæmis fyr...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?

Soldán nokkur í Mið-Austurlöndum situr í fjárhvelfingu sinni og horfir með velþóknun á tólf poka, sem hver og einn er fullur af stórum silfurpeningum. Sérhver pokanna er kominn frá einum héraðsstjóra sem skattur og hver poki er merktur með nafni héraðsstjórans. Hver silfurpeningur á, samkvæmt skipun soldánsins, að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?

Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra. Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ót...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?

Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?

Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum...

Fleiri niðurstöður