Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?

Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...

category-iconLandafræði

Hvað er þetta Eski í Eskifirði?

Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? Eskifjörður. Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?

Fyrst skal tekið fram að ekki er víst að Eiríkur sá hafi sjálfur gefið jöklinum nafn heldur er líklegra að einhverjir aðrir hafi kennt jökulinn við hann. Elsta heimild um nafnið er frá því um 1700. Árni Magnússon skrifar: “Þetta Eiríksjökulsnafn er rangt, óefað gjört af rangri eftirtekt Sunnlendinga, eftir Ei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?

Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig varð Pétursey til? Stóri-Dímon í Rangárvallasýslu stendur í mynni Markarfljótsdals og rís upp af aurum Markarfljóts. Stóri-Dímon er móbergseyja sem hefur myndast við eldgos undir jökli eða í sjó. Stóri-Dímon er rúst af móbergseyju sömu gerðar og til dæmis Pétursey,...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru líkurnar á því að flatfiskurinn silfurbrami verði algengari við Íslandsstrendur í náinni framtíð?

Silfurbrami (Pterycombus brama) er fiskur af bramaætt (Bramidae). Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa veiðst þrjár tegundir af þessari ætt og er stóri bramafiskur (Brama brama) algengastur. Heildaraflinn er þó ekki mikill, aðeins fáein tonn hin síðari ár. Silfurbrami (Pterycombus brama). Fiskar af þessari ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna halla hundar undir flatt?

Sennilegasta skýringin á því að hundar halla oft undir flatt þegar fólk talar við þá er að þeir séu að reyna að heyra betur. Eyrun eru staðsett á hliðum höfuðsins og bylgjurnar berast ekki beint í þau. Með því að halla undir flatt þá breyta þeir afstöðu eyrnanna gagnvart hljóðinu og geta numið það betur. Yngri ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?

Inn á heimili spyrjandans hefur komið drottning sem er nývöknuð af vetrardvala en drottningarnar eru mun stærri en þernur hvort sem um er að ræða holugeitunga (Paravespula vulgaris), trjágeitunga (Dolichovespula norwegica) eða húsageitunga (Vespula germanica). Á vorin verður fólk vart við drottningar sem vakna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?

Skjaldbökur (Chelonia) fæðast með skel sem er hluti af beinagrind þeirra. Í fyrstu er skelin mjúk þar sem beinin í skelinni hafa ekki kalkast en þegar dýrin hafa náð fullri stærð er skjöldurinn orðinn fullkalkaður og samanstendur þá af um 60 beinum sem þakin eru hörðu hornkenndu efni. Efnið er gert úr keratíni en ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Telst smokkfiskur til kolkrabba?

Smokkfiskar eru ekki kolkrabbar heldur eru þetta sitt hvor ættbálkurinn innan sama undirflokks. Flokkunarfræðin er svona: Ríki:Dýraríki (Animalia)Dýraríki (Animalia) Fylking:Lindýr (Mollusca)Lindýr (Mollusca) Flokkur:Höfuðfætlur (Cephalopoda)Höfuðfætlur (Cephalopoda) Undirflokkur:ColeoidaColeoida Ættbálkur:K...

category-iconVísindafréttir

Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!

Eins og sést af meðfylgjandi grafi eru skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi. Grafið sýnir gestafjölda eftir dögum undanfarna 12 mánuði og á því koma fram tveir toppar þar sem umferðin fer yfir 14.000. Fyrri toppurinn varð þann 20. október 2020 (örlítið hægra megin við miðju á grafinu), þegar skjálfti af stæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari? Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins o...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?

Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka vefaukandi sterar?

Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. Kólesteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á meðal kynhormón. Allir vefaukandi sterar (e. anabolic ste...

Fleiri niðurstöður