Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1340 svör fundust
Hvað er líparít?
Líparít, sem einnig nefnist ljósgrýti (samanber blágrýti og grágrýti), en sumir nefna „rhýólít" eftir enska heitinu, er súrt gosberg. „Gosberg" þýðir að það hefur myndast í eldgosi og þess vegna storknað tiltölulega hratt, en „súrt" merkir að hlutfall kísils (SiO2) í berginu er hærra en 65% af þunga, og oft um 70%...
Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er skýringin á því að grjótskriður (rock avalance) renna oft langt fram og jafnvel upp í móti, samanber Steinholtshlaupið og Vatnsdalshóla?Framhlaup af þessu tagi eru „hamfara-atburðir“ þar sem geysileg orka leysist úr læðingi á örskömmum tíma. Menn eru ekki sammála um ein...
Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...
Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...
Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?
Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi? Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á...
Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?
Þessari spurningu verður vart svarað með afgerandi hætti þar sem hvalir finnast í öllum heimshöfum en dreifing þeirra er þó árstíðabundin. Þegar haustar á norðurhveli jarðar halda flest stórhveli suður í hlýrri sjó á heittempruðum hafsvæðum en þar bera kýrnar. Á veturna er því mun minna um hvali á norðurslóðum...
Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?
Greiðslukort, hvort heldur krítarkort eða debetkort, gegna um margt svipuðu hlutverki og peningar. Eitt af lykilhlutverkum peninga er að vera greiðslumiðill, tæki til að færa verðmæti milli manna sem eiga í viðskiptum. Greiðslukort gegna líka þessu hlutverki. Þegar vara eða þjónusta er greidd með debetkorti er...
Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?
Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar. Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson próf...
Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?
Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna. Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. ...
Hvað gerir dygðina dýrmæta?
Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur. Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist...
Hvað er auðlind?
Íslenska orðið auðlind er tiltölulega gagnsætt og hlýtur að eiga að tákna eitthvað sem menn geta gert sér auð úr - auðsuppspretta eins og stundum er sagt. Í nútíma samfélagi þýðir þetta að menn geti nýtt sér fyrirbærið til arðbærrar framleiðslu eða starfsemi, þrátt fyrir að öflun þess kunni að kosta fé og fyrirhöf...
Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?
Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...
Af hverju er jökull á Grænlandi?
Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...
Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?
Mjólkursýra verður til við "ófullkomið" niðurbrot eða bruna á glúkósa eða þrúgusykri í vöðvum og í rauðum blóðkornum, en glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífríkinu. Mjólkursýran fer úr frumunum út í blóðið og berst með því til lifrarinnar. Í lifrinni breytist mjólkursýran aftur í glúkósa og berst síð...
Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...